Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 102
TIMARIT MALS OG MENNINGAR þvert yfir livert ]iað land, sem bundið er hagkerfi auðvaldsins, og skiptir engu máli, hvort landið er fullvalda ríki eða uýlenda. Kalda stríðið er nefnilega ekki aðeins ut- anríkismál. Það er jafnvel ekki síður inn- anríkismál. Valdhafarnir heyja ekki aðeins kalt stríð við Rússa og Kínverja og aðra vonda erlenda menn, heldur eiga þeir í lát- lausu stríði við fólkið á hænum. Þegar hús- hændumir ræðast sjálfir við, fara þeir ekki dult með, hvers eðlis það er, þetta kalda stríð, sem þeir hafa háð af slíkri hugprýði og fómfýsi í heilan áratug. Forstjóra banda- ríska auðfélagsins General Electric Comp- any, herra Philip D. Reed, fórust svo orð í ræðu, er hann flutti stéttarbræðrum sínum 14. janúar 1947: „Ef oss tekst ekki með 511- um ráðum að styrkja meginreglur hins ameríska hagkerfis um allan heim, þá er oss sá voði búinn að glata þeim bæði heima og erlendis." Þegar þess er gætt, að fjórði liluti mannkynsins hefur varpað meginregl- um hins ameríska hagkerfis fyrir borð, og virðist ekki hafa sakað, þá verður skiljan- legri sá ótti, sem gripið hefur hina stæri- látu bandarísku atvinnurekendur. En hverj- ar eru þá þessar meginreglur hins ameríska hagkerfis, sem eru svo mikils háttar, að stofna verður til lieimsstyrjaldar og borg- arastyrjaldar í senn, svo að þær brotni ekki í spón? Ég er ekki hagfræðingur og skal ekki hætta mér út í hagfræðilegar leik- mannsútlistanir. Svo er líka guði fyrir að þakka, að Ríkisútvarpið hefur í þjónustu sinni fríðan hóp ungra hagfræðinga, sem svara fyrirspurnum hlustenda af vísinda- legu hlutleysi og samvizkusemi. Forvitinn hlustandi spurði til dæmis fyrir nokkrum vikum um það, hvað hæft væri í þessu hjali um kreppu í Bandaríkjunum. Hagfræðigoð- svar Ríkisútvarpsins sagði, að það væri allt í lagi um kreppuna í Bandaríkjunum. Þar væru menn orönir svo lærðir í krcppumál- unt, að þeir hlypu óðar til og gerðu þær ráð- stafanir sem dygðu, ef eitthvað skyldi bera á sinadrætti í hinu heilsuhrausta banda- ríska hagkerfi. Fyrir nokkru var í banda- rískum blöðum sagt frá einni kreppuráð- stöfun Bandaríkjanna. Hún er ákaflega at- hyglisverð og væri leitt, ef vér Islendingar værum alls ófróðir um það, hvernig vernd- arar vorir fara með þetta brothætta postu- lín, sem nefnist meginreglur hins ameríska hagkerfis. Á öndverðu ári síðastliðnu tók að bera á því, að vöruskemmur Bandaríkjanna mundu tæplega geta hýst þær afurðir, sem drupu úr bandarískum kúm. Kýrnar mjólk- uðu nefnilega eins og þær vitlausar væru og það var ekki örgrannt um, að menn mættu heyra ofurlitla traustabresti í meginreglum hins ameríska hagkerfis. En það var eins og við manninn mælt: ríkisstjórnin gerði sínar ráðstafanir! Hún gaf út tilskipun þess efnis, að frá aprílmánuði fram í ágúst 1954 skyldi þurrmjólkin í skemmum stjórnar- innar vera seld fyrir 20% af kostnaðar- verði. Nú varð mikil gleði uppi með Banda- ríkjamönnum, og lofuðu allir vísdóm stjórn- arinnar. Ibúum Bandaríkjanna hafði fjölg- að uni 20% á árunum 1942—1954, og marg- ir mjólkurþyrstir munnar í landinu. En samkvæmt skýrslum bandaríska landbún- aðarráðuneytisins hafði mjólkumeyzla landsmanna minnkað á þessum sömu ár- um um 15%. Börn og munaðarleysingjar blessuðu því ríkisstjórn sína fyrir mjólkur- gjöfina. En í gleði sinni sást mönnum yfir eitt lítið ákvæði í tilskipuninni. Þar var nefnilega strengilega bannað að nota þessa ódýru þurrmjólk til manneldis. Nei, þurr- mjólkin skyldi gefin bandarískum kúm — til þess að hækkaði í þeim nytin. Kaup- menn tveir í New York hlutu stórsektir fyr- ir að selja lítið eitt af þessari þurrmjólk neytendum úr mannheimi, því að bandarísk yfirviild gátu auðvitað ekki þolað það, að gengið væri í gróðaskyni svo freklega á 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.