Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 43
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
DYN. Heria minn, hvar eru hinir líkamarnir fimm?
TEG. Frú —
hérna úti, þeir eru hér úti. I trjám.
DÝN. Skúmur!
TEG. Hverju á ég aS svara?
DÝN. Svikari, vindbelgur!
Þér þekkiö ekkert til guöanna. Þér dragiö dár aÖ mér.
Hann hefur aldrei veriÖ dularvera, Dótó, aldrei.
Og ekki heiðursmaÖur heldur. Hann er falsaður frá rótum.
Játaðu það, skepnan þín. Er nokkur minnsta ögn
þess yfirnáttúrlega í blóöi þínu? Er það?
TEG. Sumir af ættingjum mínum —
DÝN. Nú?
TEG. Eru dánir, trúi ég;
þaÖ er að segja ég er samtengdur —
DÝN. Samtengdur
vasaþjófum. Þetta eru blygðunarlaus svik.
Sér herinn ykkur ekki fyrir neinum skemmtunum?
Ef ég heyrði enn heiminum til, og væri ekki fangi
í litlausu landslagi vetrarhugrenninga,
þar sem vorið græna er langþráð gleymska,
þá skyldi ég skrifa foringja yöar hvassyrt bréf.
Já, það ætti ég að gera. Væri mér ekki
svona kalt á fingrum, skyldi ég skrifa strax. En mér
er hræðilega kalt. Og hvað gerir ósvífnin mér
fyrst litur lífs míns er gagnsær og ímyndun ein
sem kinnroði dauðans? Ég fæ ekki skilið að frekja þín
skipti máli. Álfalegi, lágt setti ungi maður!
Skór samvizkunnar kreppa að yður og kvelja
á meðan tign lífsins á sér einhverja vörn.
Ó, ég má til að setjast. Gröfin snýst í hring.
DÓTÓ. Æ, gefizt ekki upp, frú. Nú fyrst er einmitt
fjör í tuskunum. Honum líður sýnilega
undursamlega illa. Herðið upp hugann, frú.
Getið þér það ekki, frú? Ó frú, er kjarkurinn brostinn?
Jæja, sérðu hana, akarnjórtrandi fótgönguliði?
Þú ert búinn að græta hana, grimmlyndi barbari.
tímarit máls oc mennincar
33
3