Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 61
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
að segja það sem mér ber. Það er einskonar stam
í hátterni mínu, frú.
DÝN. Ég hef verið harðbrjósta,
ég hef beitt þig syndsamlegum rangindum, Dótó.
DÓTÓ. Aldrei, frú.
DÝN. Jú. Ég ætlaði að láta þig deyja með mér, Dótó,
að ástæðulausu. Ég var að því komin að drekkja þér
í sorg sem var ekki þín. Og það var rangt, Dótó.
DÓTÓ. En dauðinn er mér alls ekki á móti skapi.
Hann er bara ástand sem mér gæti geðjast eins vel
og hvert annað ástand, frú. En hefðuð þér minnzt á lemstrun,
á sundurlimun, þá hefði ég hugsað mig um tvisvar.
011 höfum við óbeit á einhverju, frú.
DÝN. Ég ætla að biðja þig
að fara frá mér, Dótó, eins fljótt og þú getur,
núna, áður en ■—- núna, Dótó, og leyf mér að gleyma
ósvífni minni og illsku, að ég skyldi vænta
að þú fylgdir mér til Hades. Vertu sæl,
vertu sæl.
DÓTÓ. Nei, yður þýðir alls ekki að segja vertu sæl.
Mér kæmi aldrei dúr á auga, ég myndi hugsa
um hvernig yður liði, eða hvað ég hefði misst.
Og mér væri órótt yðar vegna, frú. Þér eruð
af yfirstétt, og festið ekki yndi í undirheimum.
Aftur á móti er ég undirstéttarkona,
og þó síður en sumir. Nei, hér þýða engar kveðjur, frú.
DÝN. Æ Dótó, farðu; þú mátt til að fara. Og fyrirgefðu
ef þér finnst ég vanþakklát. Ég er það ekki,
fjarri, fjarri því. En ég öðlast ekki
sálarfrið minn aftur, nema þú hverfir héðan.
DÓTÓ. En gáið að tímanum, frú. Hvert á ég að fara
klukkan þrjú um nótt? Jafnvel þó mér kæmi
í hug að fara, og það kemur mér aldrei til hugar.
DÝN. Hugsaðu um þennan óviðjafnanlega heim, Dótó.
DÓTÓ. Ég hug sa um hann, frú. Og þegar ég hugsa um hann,
um hvað hugsa ég þá? Það fer eftir ýmsu, frú.
51