Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 19
MINNISKOMI’A ÚR BÆHEIMI OG SLÓVAKÍU
óttri húsgerðarlist. Til dæmis kom ég
í iönaðarborg skamt frá Prag, þar
sem höfðu á síðustu misserum verið
endurreistir bústaðir handa 35 þús-
und manns; ég sá þar nokkrar íbúðir
verkamanna, hóflegar og snotrar og
vitaskuld með öllum nútímaþægind-
um, svipaðar íbúðum í nýtísku al-
menníngshúsum í Svíþjóð, nema eld-
hússinnréttíngar eftilvill ekki fultsvo
nýtískulegar sem þar — eða t. d. í ný-
um húsum hér á Islandi. Eg held mér
sé óhætt að fullyrða að verksmiðjur
og híbýlakostur verkamanna hafi
batnað að mun síðan ég var hér fyrir
átta árum, en þá var töluverður rytju-
bragur á flestum almennum mann-
virkjum, viðhald þeirra hafði verið
trassað undir þýska hernáminu. Sú
alsherjarendurreisn og uppdubbun
mannvirkja sem átt hefur sér stað,
eða stendur yfir, fær ekki dulist gest-
um. En einginn skyldi halda að sósíal-
ismi sé í því fólginn að alt þjóðlíf
breytist úr helvíti í himnaríki á einni
nóttu.
Það er afturámóti segin saga, hvar
sem sósíalismi er tekinn í lög, þá fær-
ast allar menníngarstofnanir í aukana
og aðstreymi til þeirra margfaldast.
Hvergi eru eins fjölsóttir skólar né
önnur eins kynstur gefin út af bókum
handa almenníngi og í sósíalistaríkj-
um; þó hleypur þar einna mestur
vöxtur í tónlistastarfsemi. Þessvegna
fanst mér svo skrýtið að lesa í verka-
mannablaði hér á íslandi grein eftir
nafnlausan höfund sem kallaði sig
„verkamann“, þar sem kvartað var
undan of miklu symfóníugargi í út-
varpinu. Það er föst regla að alstaðar
j>ar sem verkamenn komast til valda
í landi, þar er hið fyrsta sem þeir gera
að margfalda hlj ómsveitir; glæstir
tónlistasalir sem undir auðvaldinu
stóðu hálftómir, og hljómsveitir sem
héngu á horriminni, fagna nú húsfylli
dögum oftar. Þessvegna virðist mér
jiað hlálegast öfugmæla þegar „verka-
maður“ kvartar undan ofmikilli sym-
fóníutónlist í auðvaldsþjóðfélagi.
Hvort telja skuli höfuðeinkenni sósí-
alisma að breyta mannlegu lífi úr hel-
víti í himnaríki, skal ég láta liggja
milli hluta í bili. Hinu hef ég reynslu
fyrir, að aukin symfóníutónlist virð-
ist vera eitt af höfuðafrekum verk-
lýðsbyltínga. í sumum lönduin þar
sem orðið hefur verklýðsbyltíng er
slíkur sjónarsviftir að puntstéttinni,
að menn kannast ekki við sig í land-
inu þegar Jreir koma þar aftur. Svo
hafði verið í Rússlandi eftir hyltíngu.
Þar sáust áður fyr ekki á höfuðstræt-
um eða skemtistöðum og menníngar
aðrir en nokkurnveginn velútlítandi
borgarar og ríkmannlegt heldrafólk,
þar fyrir utan var þjóðfélagið alt eitt
myrkradjúp. Ég sá að vísu ekki Rúss-
land á undan byltíngu, en þegar ég
kom þángað fyrst, fám árum eftir
borgarastyrjöld og húngursneyð, þá
leyndist ekki að orðin var ofaná í
jijóðfélaginu manngerð sem var óvön
9