Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 26
TÍMARIT MÁLS
mála ég í niiðju. Hvað sé ég svo? Eg
sé blómin, þau halla sér að sólinni.
Hvað sé ég þarnæst? Ég sé hjört
þarna uppá fellsbrúninni, hornin á
honum ber við loft. Og loksins sé ég
endurnar og hænsnin hérna í garðin-
um.
Það hefði verið gaman að mega
vera að því að afla sér grundvallaðrar
þekkíngar á bókmentum og skáldskap
í Bæheimi og Slóvakíu, en því er nú
ekki að heilsa. Af hinum fyrri nútíma-
höfundum þeirra er ég sæmilega
kunnur Tsjapek, sem mér hefur jafn-
an þótt mikill listamaður á smásmíði,
kleinkuenstler sem þjóðverjar svo
kalla; enda kynni að vera auðvelt að
sanna að Tsjapek væri meiri lista-
maður en sá höfundur sem stærst hef-
ur nafn í bókmentum tékka, að sjálf-
um Húss ekki undanskildum, en það
er Jaroslav Hasjek. Ég hika ekki við
að fullyrða að sköpunarverk Hasjeks,
Svækur góði soldát, sé mikilfeingileg-
ust skáldsögupersóna í þeirri kynslóð
sem ég telst til. — Þýsktýngd skáld,
þótt borin séu og barnfædd í Bæ-
heimi, svo sem Rilke, helga tékkar sér
ekki.
Af bæheimskum og slóvöskum höf-
undum sem nú lifa mun ég ekki nefna
nöfn, ég firti þá ekki hina sem ég
mundi eftilvill gleyma að nefna; enda
væri hlálegt ef ég ætlaði að gera mig
að ragara tékkneskra starfsbræðra
minna, sem margir hverjir eru per-
sónulegir vinir mínir. Af að glugga í
OG MENNINGAR
bækur þeirra í þýðíngum virðist mér
sem marga minnisverða hluti beri fyr-
ir þar sem rakinn er ferill borgara-
legra fjölskyldna í undanfarnar kyn-
slóðir, stundum eru það fjölskyldur
höfundanna sjálfra, úr einni þjóð-
frelsisbaráttu í aðra, úr einu stjórnar-
fyrirkomulagi í annað, uns þjóðin
raknar við í deiglu sósíalismans. Þetta
er „fólk á krossgötum“, eftir bókartitli
Pújmanóvu, — reyndar aðalyrkisefn-
ið í skáldskap vorra tíma.
Ýmsir starfsbræður mínir kvört-
uðu yfir því að þeim ynnist ekki tími
til að rækja kall sitt sem höfundar.
Einsog ævinlega verður í löndum þar
sem verklýðsstéttin tekur stjórnar-
tauma í sínar hendur undir því milli-
bilsformi sem í sósíalistiskum fræðum
er nefnt „alræði öreiganna“, þá er
venjan sú að borgaraleg mentastétt
ýmist neitar samvinnu við verklýðs-
stofnanir og verklýðsstjórn ellegar
snýst í gegn hinu nýa fyrirkomulagi
bæði leynt og ljóst, sumir borgaraleg-
ir mentamenn hefja blátt áfram
glæpastarfsemi gegn stofnunum
verkalýðsins, aðrir hypja sig úr landi.
Vill við brenna að í hinu nýa þjóðfé-
lagi sé hörgull á mönnum sem kunni
að stjórna og skipuleggja og ráða fyr-
ir ríki, ekki hvað síst þarsem hér er um
að ræða ríki nýrrar tegundar, stjórn-
skipulag sem er í mörgum greinum að
efni og formi ólíkt hinu fyrra. Þess-
vegna eru allir róttækir verklýðssinn-
aðir mentamenn, og þá ekki hvað
16