Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 115
UMSAGNIR UM BÆKUR
Höfundur leiðir að því ljós rök með hinni
díalektísku rannsóknaraðferð sinni, að
frumhæfingarnar þrjár (samsemdarlögmál-
ið, mótsagnarlögmálið og lögmálið um ann-
að' tveggja) feli í rauninni hver aðra í sér,
það sé ein og sama hugsunin, sem í þeim
felist öllum saman, sem sé þessi: „Allt, sem
liugsunin tekur til, er greint í A og ekki-A“.
Hér er um að ræða rökfræðilega niður-
stöðu, sem hefur víðtækar afleiðingar, og
er fróðlegt að sjá, hvernig henni verður
tekið.
Síðari ritgerðin um þekkingarfræði lieit-
ir Hughyggja — efnishyggja. Hér ræðir um
það grundvallarvandamál þekkingarfræð-
innar, hvort til sé hlutveruleiki óháður
mannlegri skynjun eða ekki. Eftir afstöð-
unni lil þessarar undirstöðuspurningar
skiptist heimspekin í tvær meginstefnur,
hughyggju og efnishyggju. Efnishyggjan
heldur því fram, að hlutveruleiki óháður
skynjun vorri sé til, en hughyggjan neitar
því eða lieldur því að minnsta kosti fram,
að enginn vegur sé að sannreyna, að svo sé.
Fylgjendur hughyggjunnar viðurkenna að
vísu, að þeir geri ráð fyrir tilvist hlutveru-
leika í hinni daglegu breytni sinni, en full-
yrða, að slík afstaða byggist ekki á óyggj-
andi þekkingu og sé því óleyfileg innan
heimspekinnar.
Upphafsmenn hinnar díalektísku efnis-
hyggju, heimspekikenningar marxismans,
telja að reynslan, bæði reynsla hins daglega
lífs og sú reynsla og þekking, sem fæst með
nútímavísindum, sé nægileg sönnun fyrir
tilvist hlutveruleikans, og þar eð hughyggju-
menn viðurkenni þetta í reynd, séu allar
liinar lærðu útlistanir þeirra á hinu gagn-
stæða einber skólaspeki, án allrar hagnýtrar
þýðingar. Hafa marxistar æ siðan látið sér
nægja þessa röksemd í deilum sínum við
hughyggjumenn um þetta efni. En hug-
byggjan heldur áfram að lifa góðu lífi og
fulltrúar hennar liafa kannski aldrei verið
ötulli en síðustu áratugina við að túlka
sjónarmið hennar: afneita hlutveruleikan-
um í nafni vísindalegrar hugsunar.
I ritgerð sinni um þetta efni gengur höf-
undur feti framar en venja marxista liefur
verið, lætur ekki sitja við hina hagnýtu
sönnun, heldur haslar sér völl innan tak-
marka sjálfrar heimspekinnar. Hann tekur
sér fyrir hendur að sýna fram á, að rök-
semdir htighyggjumanna fái ekki staðizt,
að sá þekkingarfræðilegi grundvöllur, er
þeir reisa kenningar sínar á, sé raunveru-
lega baldlaus. Niðurstaðan af röksemda-
leiðslu hans er í stuttu máli þessi: Ef hug-
hyggjumaðurinn viðurkennir lögbundið
samhengi milli fyrirbæranna, jafngildir það
viðurkenningu á hlutveruleikanum. En ef
liann liins vegar afneitar öllu lögbundnu
samhengi, er honum ekki leyfilegt að álykta,
og dómar hans eru markleysa. Höfundur
orðar niðurstöðu sína á þessa leið:
„Til þess að geta ályktað eða fellt gildan
dóm, verðum vér að viðurkenna tilvist nátt-
úrulögmála eða lögbundins samhengis til-
verunnar. Annars höfnum vér sjálfum oss
sem vitsmunaverum, meira að segja réttin-
um til að efast. Vér afneitum sjálfum grund-
velli lífs vors.“
Þessi ritgerð er tvímælalaust mjög merkt
framlag í hinni þekkingarfræðilegu deilu
og díalektískri efnishyggju varanlegur á-
vinningur.
Næstu þrjár ritgerðirnar fjalla um nátt-
úrufræðileg efni, og heitir sú fyrsta þeirra
Efni og orka. Þar gagnrýnir höfundur í
stuttu en skýru máli notkun eðlisfræðinnar
á hugtökunum efni og orka, einkum þá til-
hneigingu nútímaeðlisfræði að nota orku-
hugtakið sem samnefnara hlutveruleikans.
Leggur hann til, að efnishugtakið verði aft-
ur látið hljóta þann sess, en þá í rýmri merk-
ingu en það hefur nú innan eðlisfræðinnar.
Næsta ritgerð fjallar um rúm, tíma og
óendanleika. Höfundur ræðir þessi hugtök
105