Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 27
MINNISKOMPA ÚR BÆHEIMI OG SLÓVAKÍU síst rithöfundar, kvaddir til starfa að skipulagníngum, settir yfir ríkisstofn- anir og gerðir ráðsmenn opinberra fyrirtækja, eða helga sig almennri lýðfræðslu. Fyrir bragðið hafa ýmsir ágætir rithöfundar í nýstofnuðum þjóðræðislýðveldum blátt áfram ekki tóm til að skrifa bækur, allra síst til að nostra við verk sín. Margir rithöf- undar í Tékkóslóvakíu eru sem stend- ur á kafi í skipulagníngarstörfum af ýmsu tagi, og skortir hið algera næði sem til þarf, auk svo margs annars, ef á að einbeita huganum að sköpun meiri háttar skáldverka. Um þær mundir sem ég var í Prag í vetur voru rithöfundar að halda þar þíng um heimsádeilu í skáldskap, satíru. í þessu landi hins ósigraða heimsmeistara vorrar aldar í heims- ádeilu, Hasjeks, var nú upp kominn sá vandi að heimsádeila sýndist útaf- dauð í bókum eða orðin bitlaus með öllu. Hvað á að gera til að vekja upp heimsádeiluna frá dauðum? Ég kom á þetta þíng og heyrði á ræður ýmsra viturra manna, en ekki skal ég leggja útí að endursegja það mál hér. Vand- inn að því er snertir heimsádeilu í samvirku þjóðfélagi er einfaldlega sá, að það eru mentamenn og þarmeð skáldin sjálf sem ásamt foríngjum verkamanna, en þeir eru í mörgu falli einnig mentamenn og skáld, hafa tek- ið forustu í þjóðfélaginu og eru ábyrgðarmenn um stjórnarstefnu sós- íalismans, stundum jafnvel upphafs- menn. Nú vita allir að satíra eða heimsádeila verður eingin nema hún beinist gegn þeim sem völd hafa í landi; gegn stjórnarstefnunni ogþeim mönnum, stéttum eða stofnunum sem henni ráða. Þannig þraungvar hvort öðru: stjórnarstefnan satírunni og satíran stjórnarstefnunni. Því það er ekki hægt að snúa heimsádeilu á hend- ur einhverjum aumíngjum í þjóðfé- laginu, né þeim sem hafa beðið ósig- ur, og ekki heldur gegn einhverjum ómerkilegum fyrirbrigðum eða auka- atriðum í þjóðlífinu. Að hefja heims- ádeilu gegn sjálfum sér er hinsvegar andstætt náttúrunni. Þessi sjónarmið og Jjvílík komu skýrt fram í ræðum margra hinna gáfuðu manria er þarna héldu þíng. Flestum þótti sem þjóðfé- lag sem skapað væri af mentamönnum og skáldum í félagi við verkalýðinn, og upphaldið að ráðum sömu aðilja og á ábyrgð þeirra, væri síst hentug- ur vettvángur heimsádeilu af hendi ábyrgðarmanna sjálfra meðan það væri í burðarliðnum. í svip er mest um vert að efla ánægju, velmegun og bjartsýni þjóðarinnar. Ekkert er auð- veldara en hæða mistök í aðferðum undir hinu rísandi skipulagi sósíal- ismans; en þó kynni annað að vera brýnna meðan þjóðin er að skapa sér fótfestu í nýrri tilveru og sérhver ein- staklíngur leggur alt sitt fram. Væri ég spurður í ferðalok hver væru áhugamál manna í Tékkósló- vakíu á þessum misserum, þá virðist TÍMAltlT MÁLS OC MENNINCAR 17 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.