Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 27
MINNISKOMPA ÚR BÆHEIMI OG SLÓVAKÍU
síst rithöfundar, kvaddir til starfa að
skipulagníngum, settir yfir ríkisstofn-
anir og gerðir ráðsmenn opinberra
fyrirtækja, eða helga sig almennri
lýðfræðslu. Fyrir bragðið hafa ýmsir
ágætir rithöfundar í nýstofnuðum
þjóðræðislýðveldum blátt áfram ekki
tóm til að skrifa bækur, allra síst til
að nostra við verk sín. Margir rithöf-
undar í Tékkóslóvakíu eru sem stend-
ur á kafi í skipulagníngarstörfum af
ýmsu tagi, og skortir hið algera næði
sem til þarf, auk svo margs annars, ef
á að einbeita huganum að sköpun
meiri háttar skáldverka.
Um þær mundir sem ég var í Prag
í vetur voru rithöfundar að halda þar
þíng um heimsádeilu í skáldskap,
satíru. í þessu landi hins ósigraða
heimsmeistara vorrar aldar í heims-
ádeilu, Hasjeks, var nú upp kominn
sá vandi að heimsádeila sýndist útaf-
dauð í bókum eða orðin bitlaus með
öllu. Hvað á að gera til að vekja upp
heimsádeiluna frá dauðum? Ég kom
á þetta þíng og heyrði á ræður ýmsra
viturra manna, en ekki skal ég leggja
útí að endursegja það mál hér. Vand-
inn að því er snertir heimsádeilu í
samvirku þjóðfélagi er einfaldlega sá,
að það eru mentamenn og þarmeð
skáldin sjálf sem ásamt foríngjum
verkamanna, en þeir eru í mörgu falli
einnig mentamenn og skáld, hafa tek-
ið forustu í þjóðfélaginu og eru
ábyrgðarmenn um stjórnarstefnu sós-
íalismans, stundum jafnvel upphafs-
menn. Nú vita allir að satíra eða
heimsádeila verður eingin nema hún
beinist gegn þeim sem völd hafa í
landi; gegn stjórnarstefnunni ogþeim
mönnum, stéttum eða stofnunum sem
henni ráða. Þannig þraungvar hvort
öðru: stjórnarstefnan satírunni og
satíran stjórnarstefnunni. Því það er
ekki hægt að snúa heimsádeilu á hend-
ur einhverjum aumíngjum í þjóðfé-
laginu, né þeim sem hafa beðið ósig-
ur, og ekki heldur gegn einhverjum
ómerkilegum fyrirbrigðum eða auka-
atriðum í þjóðlífinu. Að hefja heims-
ádeilu gegn sjálfum sér er hinsvegar
andstætt náttúrunni. Þessi sjónarmið
og Jjvílík komu skýrt fram í ræðum
margra hinna gáfuðu manria er þarna
héldu þíng. Flestum þótti sem þjóðfé-
lag sem skapað væri af mentamönnum
og skáldum í félagi við verkalýðinn,
og upphaldið að ráðum sömu aðilja
og á ábyrgð þeirra, væri síst hentug-
ur vettvángur heimsádeilu af hendi
ábyrgðarmanna sjálfra meðan það
væri í burðarliðnum. í svip er mest
um vert að efla ánægju, velmegun og
bjartsýni þjóðarinnar. Ekkert er auð-
veldara en hæða mistök í aðferðum
undir hinu rísandi skipulagi sósíal-
ismans; en þó kynni annað að vera
brýnna meðan þjóðin er að skapa sér
fótfestu í nýrri tilveru og sérhver ein-
staklíngur leggur alt sitt fram.
Væri ég spurður í ferðalok hver
væru áhugamál manna í Tékkósló-
vakíu á þessum misserum, þá virðist
TÍMAltlT MÁLS OC MENNINCAR
17
2