Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 83
ÉG ER AÐ BLAÐA í B ÓK Blælygn blökk og löng blasir nóttin við; ljósum lýrustreng leitar höndin að. Þokast nær og nær nöpur feigðarró. Strengur! undinn úr yndi mínu og þrá, kyrrðu þessa kvöl, kveð fram morgunris, lyftu úr húmsins hyl hljóms þíns björtu rós. Kvæðið stígur fram jafnt og þétt með hljóðlátum en örugguin skrefum einsog sjálf nóttin, einsog sjálf feigðin. Ljóðlínurnar eru karllínur, stuttar en sterkar, hver lína þrír réttir tvíliðir svo sent ljóðlína getur heilsteyptust orðið og óbrot- gjörnust. Engurn frávikum er leyft að fipa þessa framvindu formsins, sem verður enn styrkari fyrir það að óslitið víxlrím er á kvæðinu. Já, vel á minnzt, rímið er hér með nokkuð öðrum hætti en t. d. á kvæðinu á undan. Hér er hið forníslenzka hendingarím eða hálfrím notað sent endarím, og fer mjög vel á þeirri tilbreytni, enda gætir þess allmikið í ljóðum Snorra. Það er ekki vonum fyrr að þetta yndislega forna bragskraut er endurnýjað. I íslenzkum kveðskap er það jafngamalt ríminu sjálfu, og raunar sem endarím jafngamalt íslenzku endarími, því Egill Skallagrímsson notar það á mestuni hluta Höfuðlausnar, sem talin er fyrsta kvæði á íslenzku með endarími. Að vísu notar Egill alrím og hálfrím samtímis, þannig að t. d. fyrsta vísan í Höfuðlausn er rímuð: ver — her — mar — far, og síðan: flot — brot — hlut — skut. Þýzk skáld hafa löng- um brugðið fyrir sig hálfrími, en þó einkum sem undantekningum frá alrími sem reglu. Hinsvegar hafa nokkur síðari tíma ensk skáld notað hálfrím sem reglu, og þá oft þannig að skipta einungis um sérhljóða, einsog þegar Snorri rímar hér saman ris og rós. En að íslenzkum hætti lætur Snorri að jafnaði hálfrímið taka einungis til samhljóðanna á ejtir sérhljóðanum, og í stað þess að ríma t. d. streng — ströng rímar hann streng — löng á forna vísu, sem venjulega fer betur á islenzku ljóði, ekki sízt vegna stuðlasetningarinnar, sem annars gæti hætt til að verða of einhæf. Þetta rím hefur þann ómetanlega kost 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.