Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 87
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK vöðslusamur gagnvart því efni sem fyrir því kynni að vaka. í fljótu bragði mætti raunar ætla, að í slíkum leik að formi verði engu að komið öðru en sjálfum leiknum. En engum sem les kvæðið Vi-ð ána getur dulizt, að hér er formið valið einmilt vegna efnisins; þess verður hvergi vart að hátturinn segi skáldinu fyrir verkum í hinu minnsta smáatriði. Efni kvæðisins virðist hafa þróazt við fullkomið frelsi, allsstaðar beygt formið til hlýðni við sig og hvergi svo mikið sem hliðrað til fyrir því, hvað þá lotið því í nokkru. Enda hef ég orðið þess var, að menn geta lesið kvæðið, eða hlýtt á það frá upphafi til enda, jafnvel oftar en einu sinni, án þess að verða varir við nokkurn bragarhátt annan en fimm-jamba-línuna. Hitt er þó ekki að efa, að hátturinn hefur sín mögnuðu áhrif, jafnvel þótt hann liggi ekki strax í augum uppi; svo fast fylgir þessu sérkennilega orðarími sá dularfulli seiður sem sjálft mótífið er kvikt af. Gangnamannakofinn við fljótið á heiðinni starir dimmurn glugga í vari hrjúfra steina og birgir rökkur fomra daga á bakvið gisnar hurðir. Með endurtekningu rímorðanna — heiði, fljótsins, glugga, steina, hurðir, daga — rís uppaf þessu mótífi skáldskapur kvæðisins í æ hærra veldi unz hin bleika röst sem gnýr um hála steina þylur þér ljóð úr lífi allra daga sem liðu bakvið tímans opnu hurðir þangað sem nóttin grúfir hljóð á glugga og gröf og vagga ráða stirndu heiði. Ekki er um að villast, að Snorra vex ásmegin að sama skapi sem hann færist meira í fang. Og ef til vill er bragsnilld hans hvergi jafn hrífandi og í hátt- frjálsu Ijóði. Það virðist furðu almennur misskilningur á landi hér, að vanda- minna sé að yrkja háttfrjálst ljóð en yrkja undir föstum bragarháttum. Það er að sjálfsögðu fárra meðfæri að gefa háttföstum ljóðum svo nýstárlegan og ferskan svip sem einkennir jafnvel þau ljóð Snorra sem ort eru undir klassisk- um háttum. En hitt er þó tvímælalaust mun vandasamara, að fella frjálsan hátt að inntaki ljóðs þannig, að fórn háttfestunnar snúist í ótvíræðan ávinning fyrir heildarsvip verksins. Þegar mikill og óvenju fagur skáldskapur hlýtur slíka aðbúð, getur orðið til svo fullkomið listaverk sem Ijóðið Dans. Ég les það hugfanginn aftur og aftur. Myndir, líkingar, orðaval, hljóðfall, allt laðast að hverju blæbrigði huga og kenndar, þó öllu sé um leið einbeitt að byggingar- list heildarinnar, þar sem rökræn framvinda ljóðsins ber uppi það tígulega ris sem hófleg tilbrigði stefsins mynda: Þú ert hús dagsins á dimmri jörð — Hús 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.