Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 83
ÉG ER AÐ BLAÐA í B ÓK
Blælygn blökk og löng
blasir nóttin við;
ljósum lýrustreng
leitar höndin að.
Þokast nær og nær
nöpur feigðarró.
Strengur! undinn úr
yndi mínu og þrá,
kyrrðu þessa kvöl,
kveð fram morgunris,
lyftu úr húmsins hyl
hljóms þíns björtu rós.
Kvæðið stígur fram jafnt og þétt með hljóðlátum en örugguin skrefum einsog
sjálf nóttin, einsog sjálf feigðin.
Ljóðlínurnar eru karllínur, stuttar en sterkar,
hver lína þrír réttir tvíliðir svo sent ljóðlína getur heilsteyptust orðið og óbrot-
gjörnust. Engurn frávikum er leyft að fipa þessa framvindu formsins, sem
verður enn styrkari fyrir það að óslitið víxlrím er á kvæðinu.
Já, vel á minnzt,
rímið er hér með nokkuð öðrum hætti en t. d. á kvæðinu á undan. Hér er hið
forníslenzka hendingarím eða hálfrím notað sent endarím, og fer mjög vel á
þeirri tilbreytni, enda gætir þess allmikið í ljóðum Snorra. Það er ekki vonum
fyrr að þetta yndislega forna bragskraut er endurnýjað. I íslenzkum kveðskap
er það jafngamalt ríminu sjálfu, og raunar sem endarím jafngamalt íslenzku
endarími, því Egill Skallagrímsson notar það á mestuni hluta Höfuðlausnar,
sem talin er fyrsta kvæði á íslenzku með endarími. Að vísu notar Egill alrím og
hálfrím samtímis, þannig að t. d. fyrsta vísan í Höfuðlausn er rímuð: ver —
her — mar — far, og síðan: flot — brot — hlut — skut. Þýzk skáld hafa löng-
um brugðið fyrir sig hálfrími, en þó einkum sem undantekningum frá alrími
sem reglu. Hinsvegar hafa nokkur síðari tíma ensk skáld notað hálfrím sem
reglu, og þá oft þannig að skipta einungis um sérhljóða, einsog þegar Snorri
rímar hér saman ris og rós. En að íslenzkum hætti lætur Snorri að jafnaði
hálfrímið taka einungis til samhljóðanna á ejtir sérhljóðanum, og í stað þess
að ríma t. d. streng — ströng rímar hann streng — löng á forna vísu, sem
venjulega fer betur á islenzku ljóði, ekki sízt vegna stuðlasetningarinnar, sem
annars gæti hætt til að verða of einhæf.
Þetta rím hefur þann ómetanlega kost
73