Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 19
MINNISKOMI’A ÚR BÆHEIMI OG SLÓVAKÍU óttri húsgerðarlist. Til dæmis kom ég í iönaðarborg skamt frá Prag, þar sem höfðu á síðustu misserum verið endurreistir bústaðir handa 35 þús- und manns; ég sá þar nokkrar íbúðir verkamanna, hóflegar og snotrar og vitaskuld með öllum nútímaþægind- um, svipaðar íbúðum í nýtísku al- menníngshúsum í Svíþjóð, nema eld- hússinnréttíngar eftilvill ekki fultsvo nýtískulegar sem þar — eða t. d. í ný- um húsum hér á Islandi. Eg held mér sé óhætt að fullyrða að verksmiðjur og híbýlakostur verkamanna hafi batnað að mun síðan ég var hér fyrir átta árum, en þá var töluverður rytju- bragur á flestum almennum mann- virkjum, viðhald þeirra hafði verið trassað undir þýska hernáminu. Sú alsherjarendurreisn og uppdubbun mannvirkja sem átt hefur sér stað, eða stendur yfir, fær ekki dulist gest- um. En einginn skyldi halda að sósíal- ismi sé í því fólginn að alt þjóðlíf breytist úr helvíti í himnaríki á einni nóttu. Það er afturámóti segin saga, hvar sem sósíalismi er tekinn í lög, þá fær- ast allar menníngarstofnanir í aukana og aðstreymi til þeirra margfaldast. Hvergi eru eins fjölsóttir skólar né önnur eins kynstur gefin út af bókum handa almenníngi og í sósíalistaríkj- um; þó hleypur þar einna mestur vöxtur í tónlistastarfsemi. Þessvegna fanst mér svo skrýtið að lesa í verka- mannablaði hér á íslandi grein eftir nafnlausan höfund sem kallaði sig „verkamann“, þar sem kvartað var undan of miklu symfóníugargi í út- varpinu. Það er föst regla að alstaðar j>ar sem verkamenn komast til valda í landi, þar er hið fyrsta sem þeir gera að margfalda hlj ómsveitir; glæstir tónlistasalir sem undir auðvaldinu stóðu hálftómir, og hljómsveitir sem héngu á horriminni, fagna nú húsfylli dögum oftar. Þessvegna virðist mér jiað hlálegast öfugmæla þegar „verka- maður“ kvartar undan ofmikilli sym- fóníutónlist í auðvaldsþjóðfélagi. Hvort telja skuli höfuðeinkenni sósí- alisma að breyta mannlegu lífi úr hel- víti í himnaríki, skal ég láta liggja milli hluta í bili. Hinu hef ég reynslu fyrir, að aukin symfóníutónlist virð- ist vera eitt af höfuðafrekum verk- lýðsbyltínga. í sumum lönduin þar sem orðið hefur verklýðsbyltíng er slíkur sjónarsviftir að puntstéttinni, að menn kannast ekki við sig í land- inu þegar Jreir koma þar aftur. Svo hafði verið í Rússlandi eftir hyltíngu. Þar sáust áður fyr ekki á höfuðstræt- um eða skemtistöðum og menníngar aðrir en nokkurnveginn velútlítandi borgarar og ríkmannlegt heldrafólk, þar fyrir utan var þjóðfélagið alt eitt myrkradjúp. Ég sá að vísu ekki Rúss- land á undan byltíngu, en þegar ég kom þángað fyrst, fám árum eftir borgarastyrjöld og húngursneyð, þá leyndist ekki að orðin var ofaná í jijóðfélaginu manngerð sem var óvön 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.