Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 35
UM SÖFNUN OG VARÐVEIZLU ÍSLENZKRA SÖGUHEIMILDA um. Af bréfi Jóns Ámasonar rektors á Hólum, síðar biskups, má sjá, að Árni hefur beðið hann aS athuga kennslubækur skólapilta á Hólum, hvort þær væru ekki bundnar inn í gömul handritaslitur skráS. Jón Árna- son kemst svo aS orSi í bréfi 25. Juní 1703: „Effter ydar sydustu be- giering ad Hoolum i fyrra sumar um nockur pergament af bokum skoola- pilta hef eg þau utvegad so mörg sem eg kunne og meinte hellst vera ydar Herradom þægeleg; tok eg öll þaug, sem eg hugde vera ur sögum og noch- ur þar ad auke, mörg voru effter, enn þaug flestöll ur lögbokum gömlum.“ Bréf Árna Magnússonar til Björns Þorleifssonar Hólabiskups eru linnu- lausar bænir um skinnbækur, skjöl og bréf: „Minn broder skrifar sig og vída vita af gömlum lögbokum, þess fleire sem eg af þeim fá kinne, þess kiærara er þad mier, hefe eg og mín- um brodur til forna sagt hve Super- stitiosé eg pergaments bækur þráe, jafnvel þott þad ei være nema eitt half blad, eda ríngasta rifrillde þegar þad ickun være a pergament ...“ Hann biður biskupinn að huga að gömlum skjölum þegar hann sé á yfirreið um biskupsdæmið: „Sie nu so ad minn broder visitatiu birje, þá bid eg einkanlega ei gleimest allstad- ar effter gömlum documentum ad inqvirerast. Eg er viss uppa ad vid kirkiurnar hier og hvar ennu þess- konar dröslur liggja . ..“ Aldrei er Árni Magnússon bæn- heitari í kvabbi sínu við biskup en þegar ræða er um handrit og bréf úr kaþólskum sið. Hann vissi sem var, hver tortíming vofði yfir þessum heimildum: „Eg þacka aludlega fyrir þá undertekt um ad lata afskrifa þaug gömul bref er elldri eru enn 1560, sem i visitatium kunna fyrer ad verda, so vel sem ad giefa mier notitie um pergaments bækur vondar og godar, eda þeirra slitur, hvar þær eru og hvernin beskaffadar, ef occurrera kunna ... En Fin, allt hvad elldra er enn 1560 hveriu nafni sem þad heiter er eg so smá þægur um ad eg helld þad firir thesaurum, hversu lited sem i þad er spunnid hvad um sig ...“ Og hann heldur áfram í sama bréfi: „Nu bid eg Monfrere so vel giöra og i sama máta mier senda öll þau gömul bref smá og stór, heil og rotinn, sem vid Holabiskupsdóm liggja elldri en 1580, skulu þaug öll ad ári ospiöll- ud aptur koma.“ Því fór fjarri að öll þau handrit, sem Árni Magnússon fékk að láni frá íslandi, kæmu aftur „óspjölluð“. Eldurinn, vágestur og erfðafjandi ís- lenzkra söguheimilda, elti þau yfir hafið, og í brunanum mikla í Kaup- mannahöfn 1728 brann æðimikið af’ íslenzkum skjölum, og er sumt af því óbætanlegt, en í rauninni vita menn ekki með öruggri vissu um handrita- tjónið af völdum eldsins. Saga íslenzkra handrita og sögu- 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.