Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 111
UMSAGNIR UM BÆKUR hluti af því bezta í bókmenntum okkar að fornu og nýju hefur að meiru eða minna leyti verið af sagnfræðilegum toga spunn- inn, enda þótt skáldskap væri einatt leyft að ná yfirhönd, með tilliti til þess sem bet- ur þótti fara á í frásögn. Hetjuafrek hvers- konar og manndómur hafa löngum þótt þess virði að vera á bók fest og geymast í minn- um meðal okkar, og hefur þá ekki alltaf verið að því spurt hvort viðkomandi kappi var hárrar eða lágrar gráðu í þjóðfélags- stiganum, Noregskonungur eða umrenning- ur; skáld og landvinningamaður, ellegar út- lagi í Drangey. Áhuginn á persónusögunni, gildi og sérkennum einstaklingsins, hefur ráðið mestu. Með þetta í huga mætti ætla, að bók eins og „Hetjuraun" eftir Nikolai Ostrovskí væri einkar vel til þess fallin að vekja áhuga íslenzkra lesenda. Hún er í senn sagnfræði og skáldskapur; sjálfsævisaga í skáldsögu- búningi, sem þó er ekki þyngri í vöfum en svo, að við lestur bókarinnar finnst manni hún segja frá hlutunum einmitt eins og þeir hljóti að hafa gerzt. Og svo er hún fyrst og fremst einstæð og heillandi persónusaga. Vel má vera, að ekki sé rétt að skipa henni í röð listaverka, í þess orðs ströng- ustu merkingu. Tjáning hennar er ofur lát- laus; það er miklu fremur efnið sjálft en meðferð þess sem gefur henni gildi, og er hún þó hvergi dauð. Frásögn höfundarins er einmitt gædd því lífi sem sprottið er af innlifun og samlifun við það sem fjallað er um. Ég hef fyrir mitt leyti aldrei lesið fróð- legri og aðdáanlegri bók um rússnesku bylt- inguna; þar er hversdagsmaðurinn alla stund á miðju leiksviði, að vísu enginn „hversdagsmaður" þegar á hólminn er kom- ið, heldur hetja — eins og svo margir nafn- lausir menn mannkynssögunnar fyrr og síð- ar, sem aldrei hafa komið því í kring eða haft aðstæður til að skrifa um sín Galla- strið. En það voru einmitt þannig menn, sem leiddu rússnesku byltinguna til sigurs; annars hefði hún engin orðið. Örlög höfundar urðu bitur; hann féll í valinn fyrir aldur fram. Sú vitnekja kann að hafa áhrif á lesandann, jafnvel fyrir- fram, en hún haggar engu. Miklu fremur orkar hún sem mótvægi, á sinn hátt sterkt og áhrifaríkt, við stutta en innihaldsauðuga ævi söguhetjunnar. Þýðing Þóru Vigfúsdóttur er á góðu og tilgerðarlausu máli, sem fellur vel að efn- inu. Elías Mar. Jðnas Árnason: Veturnóttakyrrur Heimskringla. Reykjavík MCMLVII eturnóttakyrrur eru þriðja bók Jón- asar Ámasonar. Bókin Fólk kom út ár- ið 1954, Sjór og menn árið 1956. Þessi síð- asta bók hans skiptist í Frásagnir, Svip- myndir og Sögur, og er sú efnisskipting að öllu lík hinum fyrri bókum. Efnið sver sig einnig í ætt við fyrri bækur hans, þótt það sé nú staðbundið við ákveðinn landshluta að mestu, Austurland og Austfirði. Það sem Jónas Árnason veit ekki um þennan hluta Islands, sem næstur er Evrópu, er ekki þörf að vita. Hann þekkir fólk þessa landshluta og dýrin, bæði villt og tamin, fjöll og fiski- mið, unað austfirzkrar náttúru í logni og sólskini og hinn tryllta leik höfuðskepn- anna. Jónas hefur fest ást á þessum lands- hluta og þeim sem þar búa, mönnum og málleysingjum, og jafnvel dauðum hlutum, eins og gömlum bátum, sem komnir em á þau ellilaun, sem slíkum trogum eru ætluð: að fá að fúna á þurru landi eða verða lík- kistur færeyskra sjómanna. Ég þekki engan 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.