Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sér nýjustu tækni, jafnvel fremur en
gömlu menningarríkin í Evrópu.
Hvergi hef ég t. d. séð jafn nýtízku-
lega járnbrautarstöð, með rennistig-
um, sj ónvarps-upplýsingaþj ónustu,
vöggustofum, biðsölum þar sem var
bæði sjónvarp og kvikmyndatjald —
og svo tandurhreinum brautarpöllum
að hægt var að spegla sig í þeim,
endaþótt eimreiðirnar séu kolakyntar.
En þeim mun sárgrætilegra er að
sjá þessa lagtæku þjóð verða að vinna
stórvirki sín svo að segja með berum
höndunum, vegna skorts á verkfær-
um. í úthverfum Peking sáum við
verkamenn bera mold og grjót í tága-
körfum, eða aka því langar leiðir á
hjólbörum. Vestræn blöð hafa stund-
um birt myndir af þessum vinnu-
brögðum, með háðglósum í þessum
dúr: Svona er líf verkamanna í kín-
verska sæluríkinu. Og gleymt að geta
þess, að sérhver slík mynd er ákæru-
plagg á hendur vestrænum menning-
arríkjum, sem í rúma öld hafa haldið
Kína niðri í miðaldamyrkri léns-
skipulagsins.
En nýju verksmiðjuhverfin í út-
jöðrum Peking og öðrum kínverskum
stórborgum gefa fyrirheit um að al-
þýða Kína muni ekki lengi úr þessu
verða verkfæralaus. Iðnvæðingin hef-
ur verið svo stórstíg frá stofnun lýð-
veldisins, að þess þekkjast engin
dæmi í mannkynssögunni. Og stjórn-
arvöldin sjá þegar hilla undir þann
dag, að hið forna bændaþjóðfélag
fari fram úr brezka iðnaðarstórveld-
inu í framleiðslu járns og kola.
í Peking voru skilin gleggst milli
Gamla- og Nýja-Kína. En hvarvetna
annarsstaðar sem við komum sást
Nýja-Kína vaxa upp úr því gamla: I
Sjanghæ sáum við æskulýðshöll þar
sem alþýðuæska Nýja-Kína eyddi frí-
stundum sínum í iðkun fagurra lista
og handiðna. í Hangsjá, einu fegursta
héraði Kína, sáum við heilsuhæli
uppi í fjöllunum, ætlað alþýðufólki.
í Sjangsa heimsóttum við sveita-
kommúnu þar sem 8640 heimili höfðu
sameinazt um búskapinn — eina af
24 þúsundum slíkra sem komið hefur
verið á fót um gjörvallt Kína. í Wu-
han sáum við stáliðjuver, sem reist
hafði verið á tæpum tveim árum, og
þar sem nú unnu um 200 þúsund
manns. Allsstaðar blöstu við drög að
voldugu nútímaþjóðfélagi, sem voru
því stórkostlegri sem baksviðið var
ömurlegra.
Borgir Kína einkennir ekki flysj-
ungsháttur vestrænna borga. Fólkið
á götunum er vinnuklætt, einnig í frí-
stundum sínum. En mergð þess gefur
nokkra hugmynd um hvílíkt feikna
afl hefur verið leyst úr læðingi við
lýðfrelsunina — eins og lýðveldis-
stofnunin er jafnan nefnd. Allir, hver
einasti vinnufær maður þessara 670
milljóna, hafa verk að vinna. Hin blá-
klædda alþýða Kína er eins og óvígur
her sem sækir fram yfir allar torfærur
sem heimsauðvaldið hefur á veg hans
182