Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 25
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA lagt. Þegar vestræn blöð tala um „hið herskáa Kína“ er það þessi her sem þau eiga við — og óttast (Annan her sá ég ekki, utan nokkra óhermennsku- lega hermenn sem unnu að járnbraut- arlagningu utan við Peking). Það fór engin hersýning fram á 11. afmælisdegi lýðveldisins 1960. Skrúð- ganga fólksins framhjá Musteri him- insins var eins friðsamleg og frekast varð á kosið. Ef hún var herská, þá kom það einungis fram í því að heitið var að sótt skyldi fram til enn meiri afkasta, enn meiri farsældar kín- verskrar alþýðu. í tæpa tvo tíma streymdi fylkingin framhjá: blóm, korn, hrísgrjón, ávextir, húsdýr, vél- ar, og brosleit andlit þessa fólks sem hafði uppskorið frelsið og ávexti frelsisins fyrir sinn eigin mátt, og sitt eigið friðsama starf. En skammt undan Kínaströndum eru eyjarnar Quemoy og Matsu og Formósa, víghreiður Bandaríkjanna. Þar ríkir Sjang Kæ-sjek enn í krafti dollaravaldsins og Sameinuðu þjóð- anna sem „forseti hins frjálsa Kína“ og lýsir Jrví yfir einu sinni á ári (sein- ast fyrir tveim vikum), að nú nálgist sú stund óðfluga að hersveitir hans gangi á land og alþýðurikinu verði sundrað. Kínversk alþýða verður að vinna þrekvirki sín í miði eldflaugna hans og flugflota, með ógnanir banda- rískra tortímingarvopna vofandi yfir höfði sér. Það hlýtur að vera krafa allra heið- virðra manna sem þekkja píslarsögu Kínverja og vita hvaða ógnanir Bandaríkjamenn hafa í frammi við þá enn í dag, að þeir fái að byggja Iand sitt upp í friði. Réttur Kínverska alþýðulýðveldisins til sætis meðal Sameinuðu þjóðanna er jafn óve- fengjanlegur og leppstjórn Sjangs er þar augljós boðflenna. Hver sú ríkis- stjórn, sem ekki viðurkennir þennan rétt, afhjúpar um leið sjálfa sig sem fylgjanda ólýðræðislegrar valdbeit- ingar og stríðsæsinga. Ríkisstjórn íslands liggur undir þeim grun, að hún aðhyllist ofbeldis- sjónarmið Bandaríkjanna, meðan hún situr hjá við atkvæðagreiðslur um aðild Kína að Sameinuðu þjóð- unum. Endaþótt núverandi ríkisstjórn sé greinilega afturhaldssöm mætti ætla að hún vildi losna við þær grun- semdir. Fylgjumst því vel með af- stöðu fulltrúa hennar á næsta alls- herjarþingi — og hermum upp á hana svikin við málstað lýðræðisins ef hún gloprar niður atkvæði sínu enn einu sinni. Lokið 9. febrúar 1961 Frumsamið, endursagl og þýtt úr bók Israels Epsteins: „From Opiumwar to Libe- ration", Peking 1956, og skýrslu Banda- ríkjastjómar: „United States relations with China“, Washington 1949. 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.