Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 25
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA lagt. Þegar vestræn blöð tala um „hið herskáa Kína“ er það þessi her sem þau eiga við — og óttast (Annan her sá ég ekki, utan nokkra óhermennsku- lega hermenn sem unnu að járnbraut- arlagningu utan við Peking). Það fór engin hersýning fram á 11. afmælisdegi lýðveldisins 1960. Skrúð- ganga fólksins framhjá Musteri him- insins var eins friðsamleg og frekast varð á kosið. Ef hún var herská, þá kom það einungis fram í því að heitið var að sótt skyldi fram til enn meiri afkasta, enn meiri farsældar kín- verskrar alþýðu. í tæpa tvo tíma streymdi fylkingin framhjá: blóm, korn, hrísgrjón, ávextir, húsdýr, vél- ar, og brosleit andlit þessa fólks sem hafði uppskorið frelsið og ávexti frelsisins fyrir sinn eigin mátt, og sitt eigið friðsama starf. En skammt undan Kínaströndum eru eyjarnar Quemoy og Matsu og Formósa, víghreiður Bandaríkjanna. Þar ríkir Sjang Kæ-sjek enn í krafti dollaravaldsins og Sameinuðu þjóð- anna sem „forseti hins frjálsa Kína“ og lýsir Jrví yfir einu sinni á ári (sein- ast fyrir tveim vikum), að nú nálgist sú stund óðfluga að hersveitir hans gangi á land og alþýðurikinu verði sundrað. Kínversk alþýða verður að vinna þrekvirki sín í miði eldflaugna hans og flugflota, með ógnanir banda- rískra tortímingarvopna vofandi yfir höfði sér. Það hlýtur að vera krafa allra heið- virðra manna sem þekkja píslarsögu Kínverja og vita hvaða ógnanir Bandaríkjamenn hafa í frammi við þá enn í dag, að þeir fái að byggja Iand sitt upp í friði. Réttur Kínverska alþýðulýðveldisins til sætis meðal Sameinuðu þjóðanna er jafn óve- fengjanlegur og leppstjórn Sjangs er þar augljós boðflenna. Hver sú ríkis- stjórn, sem ekki viðurkennir þennan rétt, afhjúpar um leið sjálfa sig sem fylgjanda ólýðræðislegrar valdbeit- ingar og stríðsæsinga. Ríkisstjórn íslands liggur undir þeim grun, að hún aðhyllist ofbeldis- sjónarmið Bandaríkjanna, meðan hún situr hjá við atkvæðagreiðslur um aðild Kína að Sameinuðu þjóð- unum. Endaþótt núverandi ríkisstjórn sé greinilega afturhaldssöm mætti ætla að hún vildi losna við þær grun- semdir. Fylgjumst því vel með af- stöðu fulltrúa hennar á næsta alls- herjarþingi — og hermum upp á hana svikin við málstað lýðræðisins ef hún gloprar niður atkvæði sínu enn einu sinni. Lokið 9. febrúar 1961 Frumsamið, endursagl og þýtt úr bók Israels Epsteins: „From Opiumwar to Libe- ration", Peking 1956, og skýrslu Banda- ríkjastjómar: „United States relations with China“, Washington 1949. 183

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.