Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 11
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA SjangKæ-sjek fjóra herleiðangra með milljónum hermanna til aðalstöðva kommúnista í því skyni að uppræta þá í eitt skipti fyrir öll; en hann beið hörmulega ósigra í öll fjögur sinnin, þrátt fyrir mikla yfirburði liðs og vopna. Hið fimmta sinn tókst honum þó að hrekja Rauða herinn á flótta, en flóttinn snerist upp í sigurgöngu sem aldrei mun fyrnast: Rauði herinn fór 13500 kílómetra vega- lengd á einu ári, eða um 37 kílómetra á dag, um fjöll, stórfljót og ólendi, og varð jafnframt að berjast við her- flokka Kuomintangs nær daglega, enda komst aðeins tíundi hver her- maður á leiðarenda. En Gangan mikla varð engu að síður sigurganga. Her- inn fór um ellefu fylki, sem höfðu um 200 milljónir íbúa, og hið óbilandi þrek og baráttuvilji hermannanna hafði djúptæk áhrif í þá átt að vekja alþýðuna til dáða. Rauði herinn kom sér upp nýjum bækistöðvum í norð- vestur-hluta Kína og tók þar upp bar- áttuna við japönsku innrásarherina. En snúum okkur nú aftur að af- skiptum nýlenduveldanna af málefn- um Kína og að leppnum Sjang. Japanar voru ekki allskostar á- nægðir með þá ráðstöfun Bandaríkja- manna og Breta að koma fótunum undir nýjan lepp sem þeir virtust geta helgað sér einir. 1928 lögðu þeir því til atlögu við hermenn hans í Shan- tung-fylki og stráfelldu þá. En Sjang Kæ-sjek kom ekki til hugar að taka upp baráttu gegn ofbeldinu. í þess stað fór hann til Tokíó og fullvissaði japönsku fasistastjórnina um að hún hefði hann fyrir rangri sök: hann væri hagsmunum hennar á engan hátt hættulegur! Tveim árum síðar notfærðu Japan- ar sér kreppuforföll Vesturveldanna og gerðu innrás í Mansjúríu 18. sept- ember 1931. í einni svipan voru mestu iðnaðarhéröð Kína, með 40 milljón- um íbúa, tekin eignarnámi af erlend- um innrásarher. Jafnvel keisarastjórn- in hefði gripið til vopna af minna til- efni. En Sjang Kæ-sjek sendi ekki einn einasta hermann til liðs við heimavarnarliðið sem varðist hetju- lega meðan stætt var. Þegar Japanar réðust á sjálfa Sjanghæ-borg í janúar 1932 lét Sjang Kæ-sjek hjá líða að senda liðsauka til 19. hersins er þar varðist af mikilli hreysti. Honum var ekki ógeðfellt að fjandmennirnir tortímdu 19. hernum, því hann var ekki undir stjórn fylgis- manna hans. Frá upphafi, og þar til hann hrökkl- aðist út á Formósu rúmum tuttugu ár- um síðar, átti Sjang Kæ-sjek aðeins eitt áhugamál: að sigrast á Rauða hernum. Baráttan við japönsku inn- rásarherina var honum aldrei hug- leikin, og jafnvel eftir að Bandaríkin lentu í styrjöld við Japana og studdu hann vopnum og fé til sóknar gegn ásælni þeirra, var hann hálfvolgur i andstöðu sinni við hið fasíska inn- 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.