Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 15
SAGA VESTRÆNNAR IHLUTUNAR I KINA hið mikla landflæmi sem kommúnist- ar eiga ítök í. „Þessi andspyrna er möguleg og á- rangursrík vegna þess að hún er í jormi miskunnarlauss skœruhernaðar sem öll alþýða manna tekur öflugan þátt í. Hinar eiginlegu hersveitir kommúnista eru aöeins lítill hluti þessa alþýðuhers, þó að þeir hafi stjórn hans og skipulagningu á hendi. Þær eiga tilveru sína því að þakka, að fólkið umber þær, styður þær og berst einhuga með þeim. Það ríkir fullkom- in eining milli hersins og alþýðunnar. „Þessi allsherjar herkvaðning byggist á því, og er þess vegna mögu- leg, að einskonar bylting hefur átt sér stað sem bceði er félagsleg, pólitísk og efnahagsleg. Þessi bylting er hófsam- leg og lýðræðisleg. Hún hefur bætt fjárhagsaðstöðu bændanna með lækk- un landskulda, fækkun tolla og góðri stjórn. Hún hefur veitt þeim lýðræð- islega sjálfstjórn og vakið pólitíska meðvitund þeirra og réttlætiskennd. Hún hefur leyst þá úr fjötrum léns- skipulagsins og veitt þeim sjálfsvirð- ingu, sjálfstraust og sterka tilfinningu fyrir hag heildarinnar. Kínverskri al- þýðu hefur í fyrsta skipti verið gefið eitthvað til að berjast fyrir. „Nú er ekki barizt gegn Japönum fyrst og fremst vegna þess að þeir séu erlendir innrásarseggir, heldur vegna þess að þeir afneita þessari byltingu. Fólkið mun halda áfram að berjast gegn hverri þeirri ríkisstjórn sem skerðir eða rænir það þessum nýju ávinningum.“ 7. nóv. 1944: „... Kommúnistar hafa staðið af sér tíu ára borgarastyrjöld og sjö ára framsókn Japana. Þeir hafa ekki ein- ungis staðið af sér þyngri sóknar- hryðjur óvinanna en herir kínversku stjórnarinnar hafa orðið að þola, heldur einnig hið algera umsátur er Sjang Kæ-sjek hefur fyrirskipað. „Þeir hafa lifað það af og þeir hafa vaxið að styrkleika. Síðan 1937 hefur vöxtur þeirra lotið næstum stærð- fræðilegum Iögmálum. Frá því að ráða yfir um 100 þúsund ferkílómetr- um með hálfri annarri milljón íbúa, hafa þeir aukið veldi sitt upp í 850 þúsund ferkílómetra með um það bil 90 milljónum íbúa. Og þeir munu halda áfram að eflast. „Astæðan fyrir þessum ótrúlega lífsþrótti og styrk er einföld, en hún ræður líka úrslitum. Hún er stuðning- ur fjöldans, þátttaka almennings. Kommúnistastjórnin og herir hennar eru fyrsta ríkisstjórnin og stjórnar- herirnir í kínverskri nútíðarsögu, sem njóta almenns og eindregins fylgis. Þeir njóta þessa stuðnings vegna þess að stjórnarvöldin og herinn heyra al- gerlega til fólkinu sjálfu.“ 20. júní 1944: „Aðstaða Kuomintangs og general- issimósins (Sjang Kœ-sjeks) er veik- ari en hún hefur nokkru sinni verið síðastliðin tíu ár. Fjárhagshrun vofir 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.