Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
skeleggur: — Kemur spriklandi á flughröðum öngli.
jÓnmundur: — Bara að kastið verði nógu langt!
LOKI, snýr sér að þeim: — Herrar mínir! Hann hneigir sig. Heyrði ég rétt:
var hneggjað?
skeleggur, klappar saman lójunum: ■— Það var hann Vakri-Skjóni.
Hann gengur til dyra.
loki: — Með öllum reiðtygjum?
Skeleggur opnar dyrnar.
JÓNMUNDUR: — Þú verður sjálfur að koma á hann beizli.
lSunn kemur inn, í brúnröndóttum bíkíní. Hún heldur á einhverju fyrir
ajtan bak.
skeleggur, klappar saman lófunum: — Vakri-Skjóni. Vakri-Skjóni.
IÐUNN, við Loka: — Helló!
Jónmundur leggur glasiS á barinn.
SKELEGGUR, klappar saman lófunum, gengur inn sviðið hœgra megin: —
Ha-alló.
JÓNMUNDUR, klappar saman lófunum: — Halló! Halló!
loki, hörfar: — Þið hafið gabbað mig.
iðunn, gengur nær Loka, brosir: — Helló!
skeleggur, kluppar saman lófunum: — Halló! Halló! Halló!
JÓnmundur, klappar saman lófunum: — Halló! Halló! Halló!
loki, hörfar að veggnum: — Hvers vegna hringduð þið ekki í lögregluna?
ISunn tekur af honum gítarinn.
skeleggur, klappar saman lófunum: ■— Bra-avó!
LOKI: — Það var skylda ykkar að hringja í lögregluna.
ISunn setur handjárn á hann.
JÓnmundur, klappar saman lófunum: — Bravó! Bravó!
ISunn hrindir Loka upp á stólinn viS ritvélarborSiS.
skeleggur, klappar sarnan lófunum: — Bravó! Bravó! Bravó!
iðunn, við Loka: — Vélritaðu!
Hún tekur sér stöSu hjá honum og heldur um gítarhálsinn. Loki vélritar
einn staf.
JÓnmundur, við Skelegg: — He, he, he. Má bjóða upp á vindil?
iðunn, við Loka: — Vélritaðu!
Loki vélritar tvo stafi.
skeleggur, við Jónmund: — Hvaða tegund? Ha, ha, ha.
JÓnmundur: — London dogs.
206
V