Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 35
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR
skeleggur: — Hvern skal þá upp taka?
jónmundur, gengur til hœgri: — Gagnárás!
JASPIS, við Loka: — Gott kvöld.
loki, hneigir sig: — Góðan daginn.
JASPIS, bendir til vinstri: — Gera svo vel.
loki: — Ég þakka. Hann gengur jramar á sviðið, slœr gítarinn.
jaspis, við Loka: — Usss.
loki: — Þetta er nýja lagið mitt.
jaspis: — Já, en það vantar áheyrendur.
JÓNMUNDUR, hringir bjöllunni: — Rétturinn er settur.
skeleggur, gengur jram vinstra megin, við Loka: — Tvisvar sinnum átján
mínus þrír, hvað er það?
JÓnmundur, gengur jram hœgra megin, við Loka: — Hvort er réttara að
segja: Abel drap Kain eða Abel drap Kain?
skeleggur, gengur nœr Loka: — Uppá háalofti hangir ótillekinn fjöldi sokka-
para á stagi. Peran hefur bilað, það sést ekki handa skil í myrkrinu. Hvað
þurfið þér að taka af staginu marga sokka til að koma niður með eitt par af
hvítum sokkum eða eitt par af svörtum?
jónmundur, gengur fast að Loka: — Hvað er sannleikur?
loki, axlar gítarinn: — Væri ekki rétt (Hann leggur af stað.J að fá sér einn
gráan?
Hann gengur hratt aS barnum.
skeleggur, við Jónmund: — Nú höfum við króað hann af. Upp fossinn kemst
hann ekki.
Jaspis hejur vélritað með hœgð frá því réttarhöldin byrjuðu.
loki, lyftir karöflunni: — Með yðar leyfi! Hann hellir í glas.
JÓnmundur, við Skelegg: — Bara að netið sé ekki of stórriðið.
Þeir ganga til vinstri.
JASPIS, tekur örk úr ritvélinni, rís á fœtur: —- Hlustið!
Þeir nema staðar.
jaspis, les af örkinni: — Einn ég geng á gaddaskóm / glaðbeittur og keikur /
ráðagóður brýni róm / og ropa hvergi smeykur.
Þeir halda áfram til vinstri.
skeleggur, við Jónmund: — Vissi ég ekki!
JASPIS, hróðugur: — Það rímar.
SKELEGGUR, við Jónmund: — Hann er svo mikill sakleysingi.
JÓNMUNDUR, við Skelegg: — Engan æsing! Hann snýr sér að Jaspis. Þriðja
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
193
13