Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 41
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR
SKELECCUR, gengur hratt tilhœgri: — Kjaftæði! Yfirheyrslan er rétt að byrja.
LOKi: — Þetta er mín málamiðlun: ég mundi vilja fá að klífa aftur niður tréð.
skeleggur: — Við verðum að fylgja réttarreglunum. Hann gengur ajtur til
vinstri. Þér komuð inn í herbergi ?
loki: — Undir súð.
SKELEGGUR: — Teppalagt herbergi.
loki: — Einmitt. Og sóffi í horninu.
SKELEGGUR, gengur ajtur til hœgri: — Svefnsóffi?
loki: — Svefnsóffi.
Skeleggur: — Umbúinn eða auður?
LOKi: — Umbúinn.
jónmundur, við Skelegg: — Stemmir það?
SKELEGGUR, horfir jram: — Það stemmir. Hann gengur nœr Jónmundi. Það
er sóffinn hennar Iðu. Grimmur, við Loka. Hvað sáuð þér fleira?
loki, snýr sér til hœgri: — Ekkert.
skeleggur: — Þér ljúgið.
loki, sýpur á glasinu: — Ekkert sem máli skiptir.
SKELEGGUR: — Allt skiptir einhverju.
LOKI, snýr sér að honum, sakleysislega: — Það var flygill í herberginu innar
af.
SKELEGGUR: — Og við flygilinn?
LOKI, hneigir sig: — Ég bið forláts.
skeleggur: — Þér haugaljúgið.
LOKI, snýr sér til hœgri: — Hitt er einkamál.
SKELEGGUR, snýr til vinstri: — Dóttir mín er þó dóttir mín.
jónmundur, gengur til Skeleggs með jramrétta hörnl: — Til hamingju með
tengdasoninn.
skeleggur, gengur til hœgri: — Hann lýgur. Iða mín er sama sem trúlofuð.
JÓNMUNDUR, horjir fram: — Sama sem trúlofuð, he, he, he!
Loki gengur að barnum.
SKELEGGUR, horfir fram: — Hann er á þotu.
JÓnmundur: — Þessu trúi ég!
SKELEGGUR: — Hún flaug með honum til Miama í sumar.
Loki hellir kokteil í glasið.
skeleggur: — Foreldrar piltsins ætla að heimsækja okkur að sumri.
JÓNMUNDUR: — í þotu? He, he, he.
SKELEGGUR: — Þú hlærð?
199