Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að lýsa hlutunum eins og þeir horfa við frá íslenzku sjónarmiði. Þýðand- inn hefur þekkt hugmyndir íslenzkra œttfræðinga á 12. öld um uppruna þjóðarinnar og lagt á þær fullan trún- að. Landfræðiritinu og íslendinga- bók ber saman um það, að Grænland hafi byggzt af íslandi og ísland úr Noregi, en landfræðiritið hefur hitt fram yfir bók Ara, að ferill þjóðar- innar er þar rakinn einu skrefi lengra aftur í tímann. Ekki verður fullyrt, hvort þýðandi landfræðiritsins hefur í huga uppruna íslendinga einvörð- ungu eða orð hans eigi að skiljast á þá lund, að Noregur hafi byggzt allur frá Svíþjóð. Hitt leynir sér ekki, að þjóðflutningar þessir hljóta að varða sögu vora fremur en Norðmanna. Þýðandi notar íslenzkar arfsagnir, en ekki norskar. AS vísu koma fram svipaðar hugmyndir í fornnorskum kveðskap (Ynglingatali, en þar er um að ræða fróðleik, sem heyröi til hin- um íslenzka ættstofni, þótt höfundur kvæðisins væri norskur og kvæði um norskan konung. Sú vitneskja, sem ráðin verður af Landnámu um forsögu þjóöarinnar, bendir eindregið í þá átt, að íslenzkir höfðingjar hafa verið taldir sænsks uppruna að verulegu leyti. Landnáma nefnir um það bil fjögur hundruö landnámsmenn, en ættir fæstra þeirra eru raktar langt aftur. Um marga íandnámsmenn er það látið nægja að geta um nöfn þeirra. Stundum eru feðranöfnin látin fljóta með, en sjald- an eru ættir raktar lengra aftur. En þegar slíkt er gert, eru þær oft settar í samband við danska eða sænska fornkonunga. AS sjálfsögðu er ekki hægt að leggja bókstaflegan trúnað á slíkar ættfærslur, en hitt er engu síð- ur ástæÖulaust að vísa þeim algerlega á bug. ASalatriðið er, að á 12. öld hafa margar höfðingjaættir landsins verið taldar af austrænum toga spunn- ar. Hér ber því allt að sama brunni. Ari fróði og samtímamenn hans töldu íslendinga vera komna að mestu leyti frá Noregi, en þegar ferill forfeðr- anna er rakinn langt aftur í tímann, liggur slóðin austur til Svíþjóðar eða Danmerkur. Af fornum ættartölum má hér minna á nokkrar. Ég hef þegar getið þess, að Ari rekur ættir sínar til Yngl- inga. Ingólfur Arnarson er talinn vera kominn af Hrómundi Gripssyni, kon- ungi í Danmörku. Geirmundur helj- arskinn er sagður vera sonár-sonur Hálfs konungs, er réð fyrir Hálfs- rekkum, en kona Geirmundar sonar- dóttir Gautreks konungs í Svíþjóð. A 12. öld munu margir íslenzkir höfð- ingjar hafa rakiÖ ættir sínar til Ragn- ars loÖbrókar, og Landnáma getur þess sérstaklega, að þeir Auðunn skökull og Höfða-Þórður hafi verið af honum komnir. Hrafn heimski, forfaöir Oddaverja, var talinn vera kominn af Haraldi hilditönn Dana- konungi, og við þessa skrá má enn 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.