Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 18
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ir með fyrirmælum til Okamura, yfir- hershöfðingja Japana, um að taka upp baráttu gegn herjum alþýðunnar. Herir Sjang Kæ-sjeks höfðu fyrir löngu misst flestar stórborgir Norður- og Mið-Kína úr greipum sér, og því táknuðu þessi fyrirmæli að langur dráttur yrði á því að hinir „sigruðu“ óvinir yrðu afvopnaðir. Síðar voru þessar fasistahersveitir styrktar með bandarísku liði. Annað skrefið var að meira en tvö- falda herstyrk Bandaríkjanna í Kína, til stuðnings Sjang Kæ-sjek-stjórn- inni. Jafnframt voru bandarískar flugvélar og skip lánuð einræðis- stjórninni til flutninga á rúmri milljón stjórnarhermanna, sem af- vopnuðu síðan Japana og fengu í sinn hlut allar birgðir þeirra af hergögn- um og matvælum. Bandaríkjastjórn hafði fengið sín- ar upplýsingar: „En við verðum að vera raunsæir. Við megum ekki skilyrðislaust styðja ríkisstjórn sem er pólitískt gjaldþrota. Við verður að láta okkur skiljast, að með því að viðurkenna Sjang Kæ- sjek-stjórnina, í því formi sem hún er nú, erum við að binda okkur við úr- kynjaða ríkisstjórn ...“ (U .S. relations with China, bls. 574). Sem sé studdi Bandaríkjastjórn Sjang Kæ-sjek með ráðum og dáð. Og leppurinn Sjang gekk á lagið og bætti við her sinn 491 þúsund her- mönnum úr kvislingasveitum þeim, er hann hafði forðum gefið skipun um að berjast með Japönum, auk 300 þúsund manna liði kínverskra kvisl- inga, sem Japanar höfðu sjálfir kom- ið sér upp. Þannig kom hann sér upp öflugri og betur vopnuðum gagnbylt- ingarher en hann hafði nokkru sinni ráðið yfir, dreifði honum víðsvegar um Kína með fulltingi Bandaríkj- anna, og lagði þannig drögin að einni blóðugustu og grimmilegustu borg- arastyrjöld er sögur fara af. Bandarísku lýðræðishetjurnar höfðu fengið sínar upplýsingar: „Eins og japanska hernum tókst ekki að buga þessa vígreifu þjóð, mun Kuomintangherjunum ekki tak- ast það heldur. Með sínum nýja vopnabúnaði og skipulagningu, vel vitandi um eigið afl sitt og staðráðið í að halda því sem það hefur barizt fyrir, mun þetta fólk — nú um 90 milljónir, en verður áreiðanlega margfalt fleira áður en Kuomintang kemst í færi við það — rísa gegn hverri kúgunartilraun. Það er ekki kommúnistar ... En eins og nú standa sakir lítur það á Kuomintang — samkvæmt eigin reynslu — sem kúgara; og á kommúnistana sem for- ingja sína og velgerðarmenn. Eins verður kommúnistum ekki útrýmt, vegna hinna miklu vinsœlda þeirra. Tilraunir Kuomintangs til að beita herstyrk sínum í þeim tilgangi hljóta að tákna algjöra afneitun lýðrœðis- ins.“ (U. S. relations with China). 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.