Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 18
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
ir með fyrirmælum til Okamura, yfir-
hershöfðingja Japana, um að taka
upp baráttu gegn herjum alþýðunnar.
Herir Sjang Kæ-sjeks höfðu fyrir
löngu misst flestar stórborgir Norður-
og Mið-Kína úr greipum sér, og því
táknuðu þessi fyrirmæli að langur
dráttur yrði á því að hinir „sigruðu“
óvinir yrðu afvopnaðir. Síðar voru
þessar fasistahersveitir styrktar með
bandarísku liði.
Annað skrefið var að meira en tvö-
falda herstyrk Bandaríkjanna í Kína,
til stuðnings Sjang Kæ-sjek-stjórn-
inni. Jafnframt voru bandarískar
flugvélar og skip lánuð einræðis-
stjórninni til flutninga á rúmri
milljón stjórnarhermanna, sem af-
vopnuðu síðan Japana og fengu í sinn
hlut allar birgðir þeirra af hergögn-
um og matvælum.
Bandaríkjastjórn hafði fengið sín-
ar upplýsingar:
„En við verðum að vera raunsæir.
Við megum ekki skilyrðislaust styðja
ríkisstjórn sem er pólitískt gjaldþrota.
Við verður að láta okkur skiljast, að
með því að viðurkenna Sjang Kæ-
sjek-stjórnina, í því formi sem hún er
nú, erum við að binda okkur við úr-
kynjaða ríkisstjórn ...“ (U .S.
relations with China, bls. 574).
Sem sé studdi Bandaríkjastjórn
Sjang Kæ-sjek með ráðum og dáð.
Og leppurinn Sjang gekk á lagið og
bætti við her sinn 491 þúsund her-
mönnum úr kvislingasveitum þeim, er
hann hafði forðum gefið skipun um
að berjast með Japönum, auk 300
þúsund manna liði kínverskra kvisl-
inga, sem Japanar höfðu sjálfir kom-
ið sér upp. Þannig kom hann sér upp
öflugri og betur vopnuðum gagnbylt-
ingarher en hann hafði nokkru sinni
ráðið yfir, dreifði honum víðsvegar
um Kína með fulltingi Bandaríkj-
anna, og lagði þannig drögin að einni
blóðugustu og grimmilegustu borg-
arastyrjöld er sögur fara af.
Bandarísku lýðræðishetjurnar
höfðu fengið sínar upplýsingar:
„Eins og japanska hernum tókst
ekki að buga þessa vígreifu þjóð,
mun Kuomintangherjunum ekki tak-
ast það heldur. Með sínum nýja
vopnabúnaði og skipulagningu, vel
vitandi um eigið afl sitt og staðráðið
í að halda því sem það hefur barizt
fyrir, mun þetta fólk — nú um 90
milljónir, en verður áreiðanlega
margfalt fleira áður en Kuomintang
kemst í færi við það — rísa gegn
hverri kúgunartilraun. Það er ekki
kommúnistar ... En eins og nú
standa sakir lítur það á Kuomintang
— samkvæmt eigin reynslu — sem
kúgara; og á kommúnistana sem for-
ingja sína og velgerðarmenn. Eins
verður kommúnistum ekki útrýmt,
vegna hinna miklu vinsœlda þeirra.
Tilraunir Kuomintangs til að beita
herstyrk sínum í þeim tilgangi hljóta
að tákna algjöra afneitun lýðrœðis-
ins.“ (U. S. relations with China).
176