Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Blaðsíða 45
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN SEFUR
JÓnmunduR: — Taktu þér stöðu á línunni!
SKELEGGUR: — Við klífum fjall sem hækkar stöðugt af sjálfu sér.
JÓNMUNDUR: — Fjall hagsmunanna.
skeleggur : — Bittu þig við strenginn!
jónmundur: — Úr lítilli íbúð muntu geta flutt inní stóra íbúð.
SKELEGGUR: — I staðinn fyrir hæggengan henzínfrekan bíl muntu geta keypt
hraðskreiðan neyzlurýran bíl.
jónmundur: — Eins og að drekka vatn.
skeleggur: — Og svo framvegis.
jónmundur: — Og svo framvegis.
skeleggur: — Og er þetta ekki heila lífið?
lÓNMUNDUR: — Að kunna að stækka.
SKELEGGUR: — Að þenjast út.
jónmundur: — Að hækka.
skeleggur: — Að verða stöðugt flottari.
jÓnmundur: — Umfangsmeiri.
skeleggur: — Víðfeðmari.
jónmundur : — Stórvægilegri.
SKELEGGUR: -— Tilkomumeiri.
jónmundur: — Háttsettari.
skeleggur: —Flottari.
loki, hátt: — Amen.
SKELEGGUR, ejtir þögn: — Jæja, sláið þér til?
jaspis, liggjandi jram á borðið: — Þið verðiÖ að hringja i Madömuna.
loki: — Fyrst þér hafnið málamiðlun ...
Hann sveigir fyrir þá og gengur hratt að barnum.
jaspis, stendur upp, hátt: — Ég banna ykkur að hringja í Madömuna.
loki : — ... gæti ég reynt að gera bragarbót.
SKELEGGUR, við Jaspis: -— Hættu þessu voli.
jónmundur, við Loka: — Bragarbót?
SKELEGGUR, við Jaspis: — Vaskarnir koma, það er klárt.
loki, hellir í glasið, við Jónmund: -— Ég gæti reynt...
JÓNMUNDUR, við Skelegg: — Víst væri það lausn.
Þeir ganga til vinstri.
SKELEGGUR, við Jónmund: — Hvað væri lausn?
JÓNMUNDUR: — Hann býðst til að gera bragarbót.
SKELEGGUR, við Loka: — Hvernig bragarbót?
203