Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann varði miklu af blaðamannafundi sínum til þess að lýsa byggingu varnarbyrgja í Noregi, bæði opinberra og einkabyrgja, sem svo væru traust að þau verðu menn gegn „þrýstingi og öðrum áhrifum kjarnorkusprengju, þó hún lenti 150 metra frá þeim“. Til fyllri skilningsauka bætti Holtermann hershöfðingi því við „að óhætt væri að reikna með því, að 95% íbúanna vœri jorðaS frá dauða og slysum með þessum byrgjum, en án þeirra vœru 95% íbúanna í bráðri hœttu".1 Eftir þennan úrskurð vekur það manni reyndar einna mesta furðu að ekki skuli fyrir löngu vera búið að leggja hann fram fyrir almenning, svo þungri ásökun sem með honum er hrundið af þeim sem ráðið hafa stefnu utanríkismála vorra á síðustu tímum. Á seinni árurn hefur þeim semsé hvað eftir annað verið borið á brýn að einn góðan veðurdag gætu þeir staðið uppi (ef þeir stæðu þá uppi) sem ráðbanar mikils hluta þjóðarinnar, þar sem aðild íslands að hernaðarbandalagi gæti á hverri mínútu kallað ógnir atómsprengju yfir þjóðina. Eina svar þeirra við þessum ásökunum var löngum það að hernámsliðið væri hér einmitt til að verja þjóðina gegn kjarnorkusprengjum. Líklega hefur þeim sjálfum verið farið að þykja sú staðhæfing helzti gagnsæ blekking, enda hefur á allrasíðustu árum verið lögð áherzla á hitt að íslenzku þjóðinni bæri af siðferðilegum ástæðum að láta tor- tímast í atómstyrjöld ef til hennar kæmi. En aldrei var víst reynt að halda því fram að mestum hluta íbúanna í kringum aðalskotmörkin yrði bjargað ef atómsprengja félli, — ekki fyrr en vottorðin komu frá Holtermann og Toftemark um traustleika kjallaranna í Reykjavík og 95% öryggi væntanlegra byrgja. Og 9000 dauðir íslendingar mundu áreiðan- lega ekki teljast mikið verð fyrir að mega stuðla að vöm hins Frjálsa heims, né þungur baggi á samvizku nató-trúhetjanna. Hvílík hógværð stjórnenda íslenzkra utanríkismála, hvflíkt seinlæti að þvo af sér svartan blett! Gagnvart annarri eins hógværð verður manni nærri um og ó að biðja um nokkrar frekari skýringar. Það vill samt svo til að einmitt um sömu mundir og íslenzkir forráðamenn uppgötvuðu borgaravarnir gegn atómsprengjum, fór mikil atómstríðs- og atómbyrgjahrifning um höfuðvirki vestræns frelsis, Bandaríkin. Þar urðu atómbyrgi á skömmum tíma að útgengi- legri verzlunarvöru en ísskápar og bflar; og blöð, tímarit og sjónvarp fylltust af lýsingum á hinum margvíslegu þægindum fjölskylduiífs í atómbyrgjum. Þar var einnig reiknað út hversu mörgum hundraðshlutum Ameríkumanna yrði bjargað úr atómstríði, ef nægilega mörg opinber byrgi yrðu reist og ef nógu margar fjölskyldur keyptu sér einkabyrgi (verð: 600 til 2000 dollarar). Utreikningum bar að vísu ekki alveg saman, þar sem sjálfur Kennedy gerði ráð fyrir að 70 milljónir mundu farast, en varnarmálaráðherrann aðeins 50 milljónir; hinsvegar mun hið víðkunna tímarit Lije hafa beitt svipuðum aðferðum við útreikningana og Holtermann hershöfðingi, enda komizt að svipuðum niðurstöðum og hann, nema enn hagstæðari; samkvæmt því merka tímariti mundu semsé aðeins fimm milljónir Bandaríkjamanna farast í algjöru atómstríði ef rétt væri á haldið, þ. e. 3% þjóð- arinnar. Brezki blaðamaðurinn Kingsley Martin hefur ritað grein um þennan atómbyrgjaáróður í Ameríku.2 Hann líkir ástandinu í Bandaríkjunum 1961 við ástandið á Bretlandi 1938, þegar „stríð sem áður virtist „óhugsandi“ verður smámsaman „óhjákvæmilegt" í hugum 1 Allar tilvitnanir í Morgunblaðið, 23. nóv. og 16. des. 1961. Leturbreyting hér. 2 New Statesman, 13. okt. 1961. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.