Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 13
LYGARAR TIL LEIGU
milljóna; atómstríð, sem menn álitu að engri vöm yrði beitt gegn, er látið líta út sem
skelfing er menn verði að horfast í augu við, og hverjum og einum er talin trú um að með
dálítilli heppni og útsjónarsemi geti hann komizt lifandi af“. Með öðrum orðum: áróður-
inn um atómbyrgin er liður í sálrænni hervæðingu amerísku þjóðarinnar, og honum er
ekki sízt haldið að fólki af blöðum repúblíkana, segir Kingsley Martin, því ritstjórum
þeirra finnst núverandi stjórn of lin í andkommúnismanum.
En um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga sem áróðurinn byggist á hefur Kingsley Martin
þetta að segja:
Newsweek, sem er heiðarlegra en sumir keppinautar þess, vitnar í skýrslu opinberrar
stjórnarnefndar, sem varar lesendur við ósönnum auglýsingum um gagnslausar tilfœringar
og dýr byrgi, er vœru aðeins líkleg til að verða grafir íbúanna. Aðrir sérfrœðingar benda
á að byrgin mundu aðeins verja menn gegn geislavirku úrfalli, þar sem raunin yrði sú að
menn mundu bíða bana af þrýstingi, og þó framar öllu af „eldstormi“ sem mundi eyða
óllu súrefni yfir þeim svœðum þar sem gert er ráð fyrir að fólk mundi lija þœgilegu og
skemmtilegu lífi í byrgjunum sínum. Einn af meðlimum vísindamannanefndarinnar sem
fjallar um geislavirkni er sagður hafa lýst yfir því að „allir sem lendi í eldstorminum
muni farast. Byrgi eru mjög lítilsverð hugmynd".
Maður sem er í aðstöðu til að þekkja nákvœmlega skoðanir vísindamanna segir mér að
hið algenga álit um fullkomna eyðingu á 16 kílómetra svœði í allar áttir út frá sprengi-
staðnum sé hlœgileg bjartsýni, vegna þess að sprengja sem eyðir óllu á því svœði með
þrýstingi komi af stað eldstormi sem eyðir hverju tangri og tötri í hring með 320 kílómetra
radíus. Hugleiðið þetta eitt andartak, og þér munuð sennilega komast að raun um að
áróðurinn sem hafður er í frammi til að telja Ameríkumönnum trú um að aðeins lítill
hluti þeirra muni deyja í atómstyrjöld, er svo samvizkulaus, að hvorugu megin við járn-
tjaldið hefur samvizkulausari áróðri nokkurntíma verið beitt.
Berum nú saman úrskurð sérfræðinganna sem íslenzk yfirvöld kölluðu á vettvang við
lýsingu hins brezka blaðamanns á aðferðum og markmiðum ameríska áróðursins fyrir
almannavörnum og atómbyrgjum. Við þann samanburð kemur f ljós:
Að borgaravamir íslenzkra yfirvalda munu ekki geta varið borgarana í atómstríði, og
er ekki heldur ætlað að gera það.
Að þeim er ætlað að sætta íslendinga, á lognum forsendum, við það hlutverk sem þeim
er fyrirskipað í vörnum hins Frjálsa heims: hlutverk skotmarksins; — og slæva andstöðu
þjóðarinnar gegn fyrirætlunum stjórnarvaldanna um auknar „varnir íslands".
Að Holtermann hershöfðingi og dr. Toftemark eru ótíndir lygarar sem íslenzka ríkis-
stjómin tók á leigu í nokkra daga, gegn því að þeir gæfu henni vottorð um að stríðs-
bandalagsaðild íslenzka ríkisins jafngilti ekki glæpsamlegu tilræði við líf íslenzku þjóð-
arinnar.
Það er aumt hlutskipti íslenzkra valdhafa, að þurfa að leigja sér slíka sérfræðinga, og
undarlegt hlutverk sem „bræðraþjóðir" vorar á Norðurlöndum hafa tekið að sér í íslenzk-
um stjórnmálum.
S.D.
3