Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 15
HVER GLEYMDI AÐ GLEÐJA AFMÆLISBARNIÐ
íslenzk borgarastétt er skipulögð bæði langsum og þversum í óteljandi stéttarsamtökum.
Einnig á hún sér menningarfélagsskap, allt frá Ljónafélögum og Rótarýklúbbum upp í
Frímúrarareglu, en engum einstaklingi hennar, engum samtökum hennar datt í hug að
vekja máls á því, hvort ekki væri nú vel til fundið að skjóta saman í sjóð handa háskól-
anum, þessu fátæka óskabarni íslenzku þjóðarinnar. Það féll ekki ein ruða af hinu ríka
borði borgarastéttarinnar á Islandi. Slíkt er nú risið á yfirstétt okkar íslenzka lýðveldis.
Það var mikill siður auðmanna á ofanverðum miðöldum, að þeir gáfu á banadægri stór-
fé fyrir sálum sínum, til kirkna og klaustra. Síðan hefur þessi siður haldizt í gömlum og
grónum borgaralegum þjóðfélögum, að auðmenn hafa gefið fé til háskóla og menntastofn-
ana. Skæðar tungur hafa sagt, að þeir væru einnig að gefa fyrir sálum sínum. Hvað sem
hæft er í því, þá hafa þessar gjafir komið að miklum notum. Þær bera vott um virðingu
fyrir vísindum og menntum. Þær bera einnig vott um borgaralega ábyrgðartilfinningu.
íslenzk borgarastétt ber hvorki virðingu fyrir vísindunum né heldur finnur hún til ábyrgð-
ar vegna þjóðfélagsstöðu sinnar. Hún hugsar um það eitt að skara eld að sinni köku, án
menningar, án þjóðlegra hugsjóna, án vonar um að geta stjórnað örlögum þjóðarinnar af
eigin ramleik, ætlar hún loks að gefa það, sem hún á raunar vafasamar heimildir á: hún
œtlar að gefa landið Efnahagsbandalagi Evrópu, en gerast sjálf vel haldinn niðursetningur
á ríku erlendu heimili. Þannig fer saga hennar hringinn: forfeður íslenzkra borgara hófu
margir skeið sitt sem búðarlokur danskra selstöðukaupmanna. Nú finna niðjamir frama
sinn í að hirða umboðslaunin frá erlendu stórauðvaldi. Slíkir menn hirða ekki um það
þótt háskóli þeirra lepji dauðann úr skel. Slíkir menn hafa öðrum hnöppum að hneppa.
Og þess vegna gleymdu þeir að gleðja afmælisbarnið.
Sverrir Kristjánsson.
5