Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 15
HVER GLEYMDI AÐ GLEÐJA AFMÆLISBARNIÐ íslenzk borgarastétt er skipulögð bæði langsum og þversum í óteljandi stéttarsamtökum. Einnig á hún sér menningarfélagsskap, allt frá Ljónafélögum og Rótarýklúbbum upp í Frímúrarareglu, en engum einstaklingi hennar, engum samtökum hennar datt í hug að vekja máls á því, hvort ekki væri nú vel til fundið að skjóta saman í sjóð handa háskól- anum, þessu fátæka óskabarni íslenzku þjóðarinnar. Það féll ekki ein ruða af hinu ríka borði borgarastéttarinnar á Islandi. Slíkt er nú risið á yfirstétt okkar íslenzka lýðveldis. Það var mikill siður auðmanna á ofanverðum miðöldum, að þeir gáfu á banadægri stór- fé fyrir sálum sínum, til kirkna og klaustra. Síðan hefur þessi siður haldizt í gömlum og grónum borgaralegum þjóðfélögum, að auðmenn hafa gefið fé til háskóla og menntastofn- ana. Skæðar tungur hafa sagt, að þeir væru einnig að gefa fyrir sálum sínum. Hvað sem hæft er í því, þá hafa þessar gjafir komið að miklum notum. Þær bera vott um virðingu fyrir vísindum og menntum. Þær bera einnig vott um borgaralega ábyrgðartilfinningu. íslenzk borgarastétt ber hvorki virðingu fyrir vísindunum né heldur finnur hún til ábyrgð- ar vegna þjóðfélagsstöðu sinnar. Hún hugsar um það eitt að skara eld að sinni köku, án menningar, án þjóðlegra hugsjóna, án vonar um að geta stjórnað örlögum þjóðarinnar af eigin ramleik, ætlar hún loks að gefa það, sem hún á raunar vafasamar heimildir á: hún œtlar að gefa landið Efnahagsbandalagi Evrópu, en gerast sjálf vel haldinn niðursetningur á ríku erlendu heimili. Þannig fer saga hennar hringinn: forfeður íslenzkra borgara hófu margir skeið sitt sem búðarlokur danskra selstöðukaupmanna. Nú finna niðjamir frama sinn í að hirða umboðslaunin frá erlendu stórauðvaldi. Slíkir menn hirða ekki um það þótt háskóli þeirra lepji dauðann úr skel. Slíkir menn hafa öðrum hnöppum að hneppa. Og þess vegna gleymdu þeir að gleðja afmælisbarnið. Sverrir Kristjánsson. 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.