Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 18
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON Mýrin heima, þjóðarskútan og tunglið Þeir eru aldrei snöggklæddir á þessum myndum og mjög sjaldan í ljósum fötum, heldur dökkleitum eða svörtum eins og líkfylgd. Stundum standa þeir í ræðustól og horfa bljúgir til himins, eða brýna raustina og hvessa aug- un á hlj óðnemann fyrir framan sig, eins og þeir eigi eitthvað sökótt við hann, ætli jafnvel að híta hann eða gleypa í næsta vetfangi. Stundum sitja þeir við skrifborð og keppast við að rita nafn sitt undir mikilvæga samninga, eða stara síðbrýndir og þreytulegir á hvítar skjalahrúgur, einatt með vandkvæðavipru í munnvikinu. A sumum myndum líkjast þeir ráðríkum skipstjórum og gild- um óðalsbændum, sem öngvum vilja lúta, á öðrum gegnir furðu hvað þeir geta lyft hattinum hátt og hneigt sig djúpt fyrir tignum gestum, sérstaklega herforingjum. Þegar mikið skal við haft, til dæmis um áramót, birtast af þeim föðurlegar og svipþýðar myndir, teknar við slíka ofanbirtu, að stóreflis geisla- baugur leikur um höfuð þeim, rétt eins og um höfuð frægustu dýrlinga. Það hefur lengi verið ofvaxið mínum skilningi hvað þeim er vel í skinn komið. Myndirnar í blöðunum bera því yfirleitt vitni, að þeir halda ekki að- eins holdum í þessu örðuga starfi, heldur braggast án afláts, hlaupa jafnvel í spik á ótrúlega skömmum tíma. Hálffertugir menn, sem voru grannleitir eða beinlínis horkreistulegir þegar þeir fundu köllun hjá sér til starfsins, ljóma í dag eins og tungl í fyllingu, hafa gerbreytzt á nokkrum árum, sumir hlaðið svo rækilega utan á sig, að öngvir nema prestar gætu leikið það eftir. Ég mundi hafa tálgazt niður í þeirra sporum, aldrei getað lært þessa svipbrigðalist, orð- ið taugaveiklaður á fáum mánuðum, misst stjórn á mér í ræðustól, barið eða bitið hljóðnemann, farið með hjartað og magann á kaffiþambi, vökum og áhyggjum, sennilega gefið upp öndina á skurðarborði í spítala. Ég segi þetta ekki út í bláinn, því að sannleikurinn er sá, að fyrir röskum aldarfjórðungi fann ég ákafa köllun hjá mér til að gerast leiðtogi þjóðar minnar. Það munaði sem sé mjóu, að ég yrði stjórnmálamaður. 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.