Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 18
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON
Mýrin heima, þjóðarskútan og tunglið
Þeir eru aldrei snöggklæddir á þessum myndum og mjög sjaldan í ljósum
fötum, heldur dökkleitum eða svörtum eins og líkfylgd. Stundum standa
þeir í ræðustól og horfa bljúgir til himins, eða brýna raustina og hvessa aug-
un á hlj óðnemann fyrir framan sig, eins og þeir eigi eitthvað sökótt við hann,
ætli jafnvel að híta hann eða gleypa í næsta vetfangi. Stundum sitja þeir við
skrifborð og keppast við að rita nafn sitt undir mikilvæga samninga, eða stara
síðbrýndir og þreytulegir á hvítar skjalahrúgur, einatt með vandkvæðavipru
í munnvikinu. A sumum myndum líkjast þeir ráðríkum skipstjórum og gild-
um óðalsbændum, sem öngvum vilja lúta, á öðrum gegnir furðu hvað þeir
geta lyft hattinum hátt og hneigt sig djúpt fyrir tignum gestum, sérstaklega
herforingjum. Þegar mikið skal við haft, til dæmis um áramót, birtast af þeim
föðurlegar og svipþýðar myndir, teknar við slíka ofanbirtu, að stóreflis geisla-
baugur leikur um höfuð þeim, rétt eins og um höfuð frægustu dýrlinga.
Það hefur lengi verið ofvaxið mínum skilningi hvað þeim er vel í skinn
komið. Myndirnar í blöðunum bera því yfirleitt vitni, að þeir halda ekki að-
eins holdum í þessu örðuga starfi, heldur braggast án afláts, hlaupa jafnvel í
spik á ótrúlega skömmum tíma. Hálffertugir menn, sem voru grannleitir eða
beinlínis horkreistulegir þegar þeir fundu köllun hjá sér til starfsins, ljóma í
dag eins og tungl í fyllingu, hafa gerbreytzt á nokkrum árum, sumir hlaðið svo
rækilega utan á sig, að öngvir nema prestar gætu leikið það eftir. Ég mundi
hafa tálgazt niður í þeirra sporum, aldrei getað lært þessa svipbrigðalist, orð-
ið taugaveiklaður á fáum mánuðum, misst stjórn á mér í ræðustól, barið eða
bitið hljóðnemann, farið með hjartað og magann á kaffiþambi, vökum og
áhyggjum, sennilega gefið upp öndina á skurðarborði í spítala. Ég segi þetta
ekki út í bláinn, því að sannleikurinn er sá, að fyrir röskum aldarfjórðungi
fann ég ákafa köllun hjá mér til að gerast leiðtogi þjóðar minnar. Það munaði
sem sé mjóu, að ég yrði stjórnmálamaður.
8