Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stíflugarða, sem voru orðnir svo mæddir og signir, að þeir komu ekki lengur að hálfu gagni. NorÖangola þaut yfir keldur og rima, en fann hvorki ull á fífu né blómleif á mjaðarjurt til að feykja í loft upp. Það heyrðist ekki framar í hrossagauk né jaðraka, hvergi stóð rauðfættur stelkur á mosaþúfu, hvergi synti óðinshani á viki. Mýrin beið vetrarins hljóðlát og sölnuð, en því fór samt fjarri að tilætlunarsemin væri horfin úr svip hennar, þessi þögla krafa um nýja stíflugarða hérna niðurfrá og skurði fyrir ofan brún. Ég var einmitt að hugleiða hvort ég ætti að láta kylfu ráða kasti, flýja mýrina upp á von og óvon, leggja í annan vetur syðra án þess að hafa tryggt sér nokkra atvinnu, þegar maður frá næsta bæ kom ríöandi á gráskjóttum ofan engjarnar og barði fótastokkinn. Símskeyti! kallaði hann. Símskeyti til þín! Mér varð svo mikið um þessi tíðindi, að ég tók varla kveðju mannsins, held- ur braut upp skeytið og las það hvað eftir annaÖ, rétt eins og það væri á flóknu dulmáli. Síðan hætti ég við að stinga fleiri hnausa í skörðin á stíflugöröunum, skálmaði heimleiðis með reku og kvísl, öslaði beint af augum yfir svakka og leirkeldur, þar sem glitti í marglita járnbrá milli fallinna grasa. Ég man enn hvemig lækirnir blikuðu í sólskini þessa haustdags, sé enn bognuð puntstrá og hvíta elftingu á dálitlum þúfnaklasa, þar sem ég staldraði við til þess að lesa að nýju skeytið frá vini mínum í höfuðstaðnum, að ég væri ráðinn starfs- maður á Alþingi og yrði að koma suður þegar í stað. Orðin stigu dans fyrir augum mér, leyndardómsfull og ótrúleg, en nafn vinar míns sannfærði mig um að boðskapur þeirra gæti ekki verið fleipur. Starfsmaöur á Alþingi, á sjálfri löggjafarsamkundu þjóðarinnar, einhverri frægustu stofnun í heimi, sem átt hafði tíu alda afmæli fyrir skömmu! Mig skorti bæði þekkingu og ímyndunarafl til að gizka á hverskonar embætti ég væri fær um að gegna í slíkri stofnun, fávís sveitapiltur, nýbyrjaður að klifrast á seytjánda árið. Ég fékk ákafan hjartslátt, stakk á mig skeytinu og hraðaði mér heim, yfirgaf mýr- ina kófsveittur, þrátt fyrir norðankulið, og einhvernveginn óstyrkur í hnjá- liðunum, þrátt fyrir lausn þeirrar togstreitu í huga mér, sem þögul krafa um skurði og stíflugarða hafði valdið að undanförnu. Þessi óstyrkur jókst þó um allan helming daginn eftir, þegar ég nálgaðist AlþingishúsiÖ og embættisskyldur mínar, dubbaður og doffíneraður frá hvirfli til ilja, nýklipptur og á nýburstuðum stígvélaskóm, kominn í sparifötin mín, dökk og þröng, með hvítt um hálsinn eins og ráðunautur. Ég reyndi að herða upp hugann, dokaði við hjá Austurvelli og horfði um stund á eirgræna 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.