Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
andi brimskafl, að sennilega mundi hún liðast sundur á skuldaskerjum,
hvernig sem reynt væri að spyrna við fótum. Þó sögðust þeir vilja benda þing-
heimi á þá augljósu staðreynd, að horfurnar gætu breytzt mjög til batnaðar,
ef sparnaðartillögur þeirra yrðu samþykktar, útgjöld ríkissjóðs lækkuð um
þriðjung og skattpíningarstefnan kveðin niður í eitt skifti fyrir öll. Síðan
færðu þeir sönnur á mál sitt, þuldu tölur, vitnuðu í skýrslur.
Eg var ekki búinn að gegna embætti mínu lengi, þegar skyndilega hvessti
í neðri deild. Voldugur ræðugarpur í svörtum jakka og röndóttum buxum,
fattur og handsmár, bar þungar sakir á báða stjórnarflokkana, þrumaði og
hvíslaði til skiftis, talaði ýmist reiður eða klökkur um þjóðarskútuna, brim-
skaflinn og nauðsyn þess að spyrna við fótum, slá skjaldborg um krónuna,
sjálft fjöreggið. Annar ræðugarpur, einnig í svörtum jakka og röndóttum bux-
um, spratt úr sæti sínu um leið og hinn þagnaði, hvessti á hann augun og
mælti til hans skjótum orðum, að honum færist ekki að tala um fjöreggið, eða
hefði hann ekki neytt aðstöðu sinnar í banka þjóðarskútunnar til að moka
miljónum og aftur miljónum í útgerðarbrask sitt og fjölskyldu sinnar, sólund-
að sparifé landsmanna eins og hann ætti það sjálfur, reist skrauthýsi, keypt
veiðijarðir? Auk þess væri ærin ástæða til að rannsaka viðskiftahætti þessar-
ar skuldugu fjölskyldu, gj aldeyrisskil hennar og einokunarbrölt, — eða hvers-
vegna hefði hún ekki hnekkt þrálátum orðrómi um kynlegt samband við
brezka lifrarkónga og undarlegt dálæti á kaupmönnum þeim í Suðurlöndum,
sem buðu lægra verð en aðrir fyrir saltfisk þjóðarskútunnar? Hversvegna
heimtaði ekki fjölskyldan rannsókn, ef enginn fótur væri fyrir því, að hún
safnaði stóreignum erlendis?
Sá voldugi lét sér hvergi bregða meðan ræðan snerist um miljónaskuldir,
sukk og bílífi, skrauthýsi og jarðakaup; en jafnskjótt og andstæðingur hans
veik að útflutningsmálum, minntist á lifur og saltfisk, varð hann rauður sem
rósa, greip fram í fyrir honum og kallaði hann óþinglegum nöfnum, unz for-
seti tók þann kost að hringja bjöllunni án afláts. Þögnin í salnum var svo al-
ger, að vel hefði mátt heyra tóbakskorn detta úr nefi hagyrðings, þegar sá
voldugi reis aftur úr sæti og hóf varnarræðu sína, reiður að vísu, en fattur og
styrkur, búinn að ná fullkomnu valdi á rómi og svipbrigðum. Þetta væru
þakkirnar, sagði hann beisklega og starði drykklanga stund á suma foringja
stjórnarliðsins, eins og hann væri að skoða pöddur, en renndi síðan augum
upp á áheyrendapallana: Svona lygar og rógburð yrðu þeir að þola, sem
drægju björg í bú þjóðarskútunnar á erfiðum tímum, kæmu í veg fyrir að
sjávarútvegur liði undir lok, öfluðu gjaldeyris, veittu fjölda manns atvinnu,
14