Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þriggja stjórnmálaflokka mundu keppast við að þakka mér fyrir með handa- bandi? Eg hrasaði í stiganum fyrir framan Kringlu og sleit svo margar tölur af táknflíkinni, að ég neyddist til að biðja embættisbróður minn að skreppa fyrir mig í járnvörubúð og kaupa nokkra smánagla. Það stóðst á endum, að þegar ég var búinn að gyrða mig aftur, bregða axlabandasprotunum utan um nagla, sem ég stakk gegnum buxnastrenginn, þá laust niður í mig slíku alls- herjarbjargráði, að ég sveif fremur en gekk út úr þeirri kómentu hússins, sem helzt hlífði stjórnmálamönnum við ónæði. Galdurinn var ekki annar en sá að prenta fleiri seðla, láta alla hafa nóga peninga, kveða niður draug kreppu, örbirgðar og atvinnulevsis á fáeinum sólarhringum! Ég skálmaði heim í herbergi mitt um kvöldið, tók mér penna í hönd og skrifaði efst á blað í nýrri stílabók: Frumvarp til laga um seðlaprentun, seðladreifingu og gróandi þjóð- líf. Ef ég man rétt, samdi ég þetta mikilvæga frumvarp á tæpri klukkustund, en pundaði þvínæst gildum rökum á hugsanlega andstæðinga þess, knésetti þá í langri greinargerð, sem ég lauk ekki við fyrr en um miðnætti. Ég hélt áfram að hugsa um frumvarpið þegar ég var háttaður, ákvað að hreinrita það annað kvöld og breyta sumu, fjölga seðladreifingarstöðvum og búa svo um hnútana að enginn yrði settur hjá. Síðan dreymdi mig hljóðfæraslátt og gróandi þjóð- líf. Daginn eftir varð ég fyrir heiskri reynslu, óvæntu áfalli, — eða ætti ég heldur að segja að forsjónin hafi tekið í taumana, komið í veg fyrir, að ég bæri frumvarpið mitt undir fulltrúa á elztu löggjafarsamkundu í heimi? Þing- skörungur nokkur lagðist gegn því að vegarspotti yrði ruddur yfir holt á Austurlandi, sakaði ríkisstjórnina um bruðl og óráðsíu, krafðist sparnaðar og aftur sparnaðar til að vernda fjöreggið, halda þjóðarskútunni á floti. Hann kvaðst vilja spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra hvað hann ætlaði að taka til bragðs þegar þjóðarskútan færi að mara í kafi, hvort honum hefði kannski flogið í hug að prenta fleiri seðla til að troða í rifurnar. Sumir brostu í salnum, einhverjir hlógu á áheyrendapöllum, en ég var eins og festur upp á þráð, fann á mér uggvænleg tíðindi. Skörungurinn sótti í sig veðrið: Kannski myndi hæstvirtur fjármálaráð- herra eftir greinarkorni, sem kunnur hrekkjalómur birti í blaði einu í fyrra? Ýmislegt benti til þess að ráðherrann hefði gleypt við þeirri kenningu hrekkja- lómsins að sparnaður væri úrelt dyggð, ríkisstjórnin ætti einungis að prenta seðla sem ákafast, láta alla fá eins mikla peninga og þeir vildu. Fyrir fróðleiks sakir kvaðst skörungurinn ætla að lesa nokkra kafla úr umræddu greinar- korni — með leyfi hæstvirts forseta. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.