Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tangarhaldi á nýjum úrræðum, kingdi ég römmu munnvatni, bar þann hol- lenzka ótt og títt að vörum mér, saug og svældi sem mest ég mátti. Ef ég man rétt, gafst ég ekki upp fyrr en glóðin í vindlinum var komin lang- leiðina að pappírsbeltinu, hjartað í mér næstum því hætt að slá og sérhver hlutur í herberginu farinn að dansa og hringsnúast. Ég var of veikur til að bölva þessum eitraða njóla þegar ég fleygði honum í salemið, of sljór og sneyptur til að undrast hreysti stjórnmálamanna þegar ég hætti loks að æla og skreiddist í háttinn. Morguninn eftir komst ég fljótt í samt lag, óbragðið hvarf úr munni mér og heilinn starfaði með eðlilegum hætti, en þrengingum mínum linnti ekki að heldur. Hvað eftir annað parrakaði ég mig í herbergi mínu á kvöldin og samdi einhver drög að sparnaðartillögum, sem reyndust haldlaus við nánari íhugun, bliknuðu fyrir svipuðum tillögum alþingismanna. Hvað eftir annað hlaut ég að viðurkenna, að ég stóðst þeim jafnilla snúning í hagspeki eins og reykingum. Þeir komu auga á dágóða slægju, þar sem ég sá ekki stingandi strá. Þeir hækkuðu gamla skatta og lögðu á nýja, rifu upp hundruð þúsunda með því að samræma tolla á nokkrum vörutegundum, en stofnuðu auk þess allskonar sparnaðarnefndir og sparnaðarráð til að vernda krónuna, sjálft fjöreggið. Ég mundi vissulega hafa sofnað ókvíðinn, ef þeir hefðu ekki stunið við þungan hverju sinni og kallað þessar aðgerðir sínar neyðarúrræði, bráða- birgðalausn, tilraun til að spyrna við fótum. Þrátt fyrir ágreining um brjóst- heilindi og þegnskap, bar þeim saman um að horfurnar yrðu sífellt ískyggi- legri. Gat ég þá ekkert lagt til málanna? Mér fannst ég vera að setja ríkið á hausinn þegar ég sótti kaupið mitt. Mig dreymdi ekki lengur hljóðfæraslátt og gróandi þjóðlíf, heldur brimgný og sjávarháska. Stundum vaknaði ég með andfælum og hélt að þjóðarskútan væri að farast. Stundum hrökk ég upp við það um miðja nótt, að ég var að reyna að spyrna í eitthvað á gafllausum dívaninum. í stað þess að safna hold- um eins og aðrir stj órnmálamenn varð ég æ mjóstrokulegri. Ofan á þessar þrautir bættist svo grunur um óvandaðan frágang á táknflíkinni minni, rönd- óttu buxunum. Ég vísaði honum á bug í fyrstu, skellti skolleyrum við smá- vegis brestum og marri, eða rakti slík hljóð til nagla og titta, sem ég hafði stungið í flíkina jafnóðum og tölurnar slitnuðu af henni. En sunnudag einn á jólaföstu komst ég ekki hjá því að horfast í augu við staðreyndir, kannast við það fyrir sjálfum mér að saumarnir á buxunum væru miðlungi traustir, bæru sumsstaðar vitni um nokkra tilhneigingu til að spretta sundur. Gömlu bux- 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.