Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hlustaðir þú ekki á útvarpsumræðurnar í gærkvöld og fyrrakvöld? spurði ég- Nei, sagði hún. Veiztu kannski ekkert um breytingartillöguna við fimmtándu og átjándu grein fjárlagafrumvarpsins? Hún hristi höfuðið. Ég skýrði henni í stuttu máli frá efni tillögunnar, stikaði fram og aftur, gleymdi að hreyfa mig eins og japönsk leikkona. Þessi skáld! sagði ég og sótti í mig veðrið, unz stúlkan leit upp úr Charlotte Löwensköld og sá þann kost vænstan að leggja við hlustir. Þetta styrkjafargan! sagði ég og fórnaði höndum eins og norðlenzki hagyrðingurinn: Ættum við að halda því áfram, fáir, fátækir og smáir, að ýta undir ábyrgðarlausan skáldskap og klessulist, meðan sú hætta vofði yfir að fjöreggið brotnaði og þjóðarskútan færist í miðjum brimskafli kreppunnar? Hvaða vit væri í slíku bruðli með fé ríkis- sjóðs á erfiðum tímum? Ég ætlaði að telja lengri tölu um styrkjafarganið, dómgreind og sparnaðar- vilja, en hálfhrasaði um skóhlífar þingmanns og gat með naumindum varizt byltu. Attu ekki aðrar buxur? spurði stúlkan. Mér hnykkti við. Það eru ósköp að sjá þig, sagði hún. Skrepptu nú heim til þín og hafðu buxnaskifti. Ég var öldungis hvumsa. Kondu svo aftur með þessar, sagði hún og benti á táknflíkina mína. Ég skal reyna að staga þær saman. Ha, sagði ég, í kvöld? Já, þú verður öngva stund, sagði hún. Ég er með nál og tvinnakefli í tösk- unni minni. Nál og tvinnakefli? Hafði hún kannski gefið mér gætur, búið sig undir væntanlega aðgerð í gær eða fyrradag, tekið eftir einhverju áður en ég hnaut um skóhlífar þingmannsins? Tekið eftir — guð minn aknáttugur! Ég saup hveljur af sneypu heima í herbergiskompunni, þegar ferlegar saumsprettur göptu við mér, ekki aðeins hjá vösunum báðumegin, heldur einnig að aftan, þar sem sízt skyldi. Þær hafa varla lengst svona áðan, ég hef orðið mér til skammar, hugsaði ég og snaraðist í gömlu buxurnar mínar, sem komu mér reyndar á óvart eftir nokkurra vikna hvíld, þröngdu lítt eða ekki að öfug- holda stjórnmálamanni með brimgný í eyrum. Síðan þreif ég táknflíkina, 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.