Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sem sé fyrir mér vöku og hvíslaði því að mér á næturþeli, að öngvir kynnu
skemmtilegri æfintýri en bullaugalækir né skrifuðu jafnlipurt og óðinshani á
viki, að ekki þreytti hrossagaukur einleik í skuggalegum rangala og aldrei yrði
sagt um þá snilldargranna, jaðraka og stelk, að þeir hefðu klofna tungu. Auk
þess kvaðst hún ekkert hafa á móti því, að sumum spildum hennar yrði breytt
í tún.
Svona hélt hún fyrir mér vöku, svona hvíslaði mýrin heima á skýjuðum
nóttum, þegar þórdunur kváðu við í fjarska.
Eg hlustaði ekki síður á þögn hennar og kyrrð, fann angan hennar í vitum,
reis upp við dogg og þagði eins og hún. Loks spurði ég sjálfan mig, hvort mér
hefði ekki verið nær að grafa skurði og stuðla að því eftir megni, að þar
spryttu tvö strá úr jörðu, sem eitt spratt áður, — eða gæti nokkur maður var-
ið stuttri ævi sinni á viturlegri hátt?
En þá var líka um seinan að snúa aftur.
34