Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 45
ERNST FISCHER
List og kapítalismi
/
Hugleiðingar þær um liat og kapítalískt þjóðfélag, sem birtast í þessu hefti Tímaritsins
og því næsta eru kafli úr bókinni Von der Notwendigkeit der Kunst eftir Ernst Fischer.
Ernst Fischer (f. 1899) er austurríkismaður. Hann nam heimspeki í Graz og hefur starf-
að sem blaðamaður, rithöfundur og stjórnmálamaður, var m. a. um tíma þingmaður fyrir
Kommúnistaflokk Austurríkis. Fyrstu bók sína gaf hann út 1920, það var ljóðabók. Árið
1924 var leikrit hans Das Schwert des Attila sýnt í Burgtheater og 1931 sýndi Karlsleik-
leikhúsið í Vín annað leikrit hans: Lenín. Styrjaldarárin dvaldist hann í Moskvu og þar
glötuðust í loftárásum handrit að tveim bókum, heimspekiriti og skáldsögunni So kann
man nicht leben. Eftir 1945 hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur, Herz und Fahne
og Denn wir sind Liebenden ... auk þýðinga á ljóðum Baudelaires og Verlaines, Die
schwarze Flamme. Leikritin Der grosse Verrat og Die Briicken von Breisau hafa verið sýnd.
Þá hefur hann ritað margar bækur um stjórnmál, sögu, heimspeki og bókmenntir: Das
Fanal, Österreich 1848, Freiheit und Persönlichkeit, Kunst und Menschheit, Dichtung und
Deutung.
Fischer er vafalaust með fremstu listgagnrýnendum samtíðarinnar og getum við haft
fyrir því orð engu ómerkari manns en Thomasar Manns. Hugsun Fischers er einkar skýr
og málfar hans nákvæmt. Þetta hefur valdið miklum erfiðleikum í þýðingunni því enn er
íslenzka fátæk að nákvæmum orðum um heimspekileg hugtök. Vil ég biðja lesendur að
virða nýyrðin til betri vegar; þau eru sjálfsagt mörg ekki annað en bráðabirgðalausnir.
Sumstaðar hefur verið nauðsynlegt að þýða sömu orðin með mismunandi orðum eftir sam-
henginu hverju sinni og er það vitanlega slæmt. Hjá þessu verður þó ekki komizt.
Þýð.
ALVEG séráparti er aðstaða lista-
mannsins í kapítalísku þjóðfé-
lagi. Svo sem þjóðsagnapersónan
Midas breytti öllu í gull, þannig hefur
kapítalisminn breytt öllu í vöru. Með
fordæmalausri aukningu framleiðsl-
unnar og framleiðninnar, með
sprengikynjaðri útþenslu þessara
nýju afstæðna á öllum svæðum jarð-
ar og mannlegrar tilveru hefur hann
þurrkað út gömlu afstæðurnar, leyst
þær upp í ský af iðandi mólekúlum,
rofið allt beint samband milli fram-
leiðanda og neytanda og fleygt hverri
afurð út á nafnlausan markaðinn sem
hreinu skiptigildi. HandverksmaSur-
35