Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um byltingardómi: fegurðin setur
réttinn og fellir dauðadóminn í þung-
um hendingum.“
Benjamin lýkur þó þessari óvæntu
ritskýringu sinni með því að segja,
að í raun og veru sé það einkennandi
fyrir Baudelaire „að í fyrsta lagi
kenndi hann þeirrar staðreyndar á
örlagaríkan hátt, að borgarastéttin
var í þann veginn að draga að sér
höndina með allan styrk við skáldið.
Hvaða félagslegur styrkur gat komið
í stað hins? Hans var ekki að leita
hjá neinni stétt; það varð að hrifsa
hann úr klóm markaðsins með öllum
hans kreppum. Það var ekki svo
mjög sú augljósa og tímabundna
heldur öllu fremur hin dulda varan-
lega eftirspurn framtíðarinnar, sem
Baudelaire bar fyrir brjósti ... En
hún var fólgin í miðlunarkerfi mark-
aðsins, sem krafðist allt annarra
framleiðslu- og lifnaðarhátta en fyrri
skáld höfðu tamið sér. Baudelaire var
til þess neyddur að krefjast skáldvirð-
ingar af þjóðfélagi, sem ekki átti ráð
á neinni virðingu lengur ...“
Hér er lögð á það áherzla, að sam-
félag borgarastéttarinnar jafnvel í
víðtækustu merkingu hafi ekki verið
vinnuveitandi Baudelaires, að hann
hafi framleitt fyrir nafnlausan mark-
að, sem ekki var einu sinni samtíð
hans, sem sé „list fyrir listina“, þó í
von um einhvern óþekktan, ótíma-
bundinn neytanda. f mörgum athuga-
semdum Baudelaires má finna
blendna afstöðu hans, er gerir hvoru-
tveggja að styðja fullyrðingu Benja-
mins og andstæðu hennar: List, sem
ekkert vill skipta sér af borgaranum,
afneitar honum með stolti, hrindir
honum frá sér en leitast þó jafnframt
við að heilla hann með óvæntum
brögðum. Baudelaire talar um „við-
bjóð sinn á veruleikanum“ og jafn-
framt um „aristókratíska ánægju yfir
vanþóknun annarra“, það er að segja
dregur sig til baka inní „l’art pour
l’art“ um leið og hann vill skelfa þess-
ar fyrirlitlegu borgarasálir með hroll-
vekjandi fegurð, glitrandi pyndingar-
tækjum. Hann neitar að framleiða
fyrir borgaralegan kaupanda og fram-
leiðir þó fyrir bókmenntalegan
„markað sem raunverulegan æðsta-
dóm“. Manni dettur í hug meginregla
sú, er Marx benti á að hagfræðingar
auðvaldsskipulagsins hefðu sett fram:
„Framleiðslan framleiðslunnar
vegna!“ Og þessu grundvallarlögmáli
samsvarar: „Vísindin fyrir vísind-
in!“ — „Listin fyrir listina!“ Og hér
er það allsstaðar markaðurinn, sem
er undirrótin. Þannig má greina í
„l’art pour l’art“ þessa táldrægu til-
raun til að brjótast á eigin spýtur út-
úr borgaraheimi kapítalismans og
verða með því einmitt í hvað mestu
samræmi við grundvallarlögmál
hans: „Framleiðslan framleiðslunnar
vegna!“
í skáldskap Baudelaires verða róm-
antísk mótmælin og ásökunarofsinn
50