Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 71
Á GRÆNLANDSMIÐUM
— Ætli þeir eigi um annað að velja, segir bræðslumaðurinn.
— Það er eins og það séu ýmsar hliðar á þessari blessaðri tuttugustu öld,
segir miðaldra kýmileitur háseti og rær sér í sætinu og spennir greipar íram
á borðið.
— Þeir fara víst margir til svona á hverri vertíð, hefur maður heyrt, sagði
bræðslumaðurinn. Þessi var heppinn.
— Skrítið lag á bátum, sagði ungi hásetinn.
— Hvað skyldi nú verða um greyið?
— Loftskeytamaðurinn er að reyna að ná sambandi við þá.
Nú kom litli maðurinn aftur inn í borðsalinn klæddur þessum íslenzka fatn-
aði, og heldur var þetta stórsniðið á hann, peysan hlykkjaðist niður um tálg-
aðan kroppinn, eins og belgur á dragspili, en hann hafði gyrt buxnaskálmarn-
ar ofan í sjósokkana, eins og íslendingarnir og rennt greiðu gegnum blásvart
hárið.
Hann brosti og settist, og nú þegar hann hafði ekki matinn lengur að föndra
við, varð hann órór og vandræðalegur og lét augun hvarfla um allt og þeim
fannst hann ekki hafa neitt fast tillit, en bræðslumaðurinn sagði að Suður-
landabúar væru svona. Þetta væri þeirra einkenni. Og þeir brutu heilann um
hvaðan hann væri. Þeir voru búnir að gleyma hvað staðurinn hét, en vildu
ekki gera sig að þeim rötum að spyrja um það í annað sinn. Og bræðslumað-
urinn sagði að hann væri portúgali eða spánverji, en það mætti einu gilda því
Spánn og Portúgal væri eiginlega sama landið.
— Hann sagðist ekki vera frá Lissabon, sagði ungi hásetinn.
— Já, við heyrðum það nú líka, sögðu þeir hinir.
— Það eru til fleiri borgir en Lissabon, sagði bræðslumaðurinn og var að
reyna að ná framburði litla mannsins á þessu dularfulla suðræna borgarheiti.
— Þeir eiga líka togara, sagði kímileiti maðurinn. Þeir hafa stundum kom-
ið heim — stórir togarar. Stærri en þeir stærstu okkar.
— Það er eins og þeir eigi sitt af hverju tagi þarna, sagði bræðslumaðurinn
og brosti uppörvandi til útlendingsins.
— No comprendo, sagði litli maðurinn, brosti afsakandi og yppti öxlum.
Þeir gáfu honum að reykja og fylgdust forvitnislega með sérhverri hreyf-
ingu hans.
— Hvað skyldi þeim vera borgað fyrir þetta, sagði ungi hásetinn.
— Það er áreiðanlega ekki mikið, sagði bræðslumaðurinn. En það virðist
vera séð fyrir því að þeir hafi nægar birgðir af rauðvíni.
— Hvernig? sagði ungi hásetinn.
61