Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 75
VÖRN SOVÉTRÍKJANNA 1941
um. Með samþykktinni í Vín, 31. ágúst,
ákváðu þeir ný landamæri Rúmeníu, af-
hentu Ungverjalandi Transilvaníu, Búlgaría
fékk Dobrósíu. Jafnframt tók Þýzkaland
ábyrgð á þeim löndum, sem Rúmenía hélt,
til að setja undir allan leka með útbreiðslu
áhrifasvæða Sovétríkjanna á Balkanskaga.
Berlín vildi, að það yrði öllum ljóst, að
sunnanvið Prut, hin nýju landamæri Rúss-
lands og Rúmeníu, tæki við áhrifasvæði
Þjóðverja.
Vernd Þjóðverja á Rúmeníu vakti ótta-
blandna undrun í Moskvu. Ráðamenn
Sovétríkjanna tilkynntu sendiráði Þýzka-
lands að nauðsyn bæri til að skilgreina
ljóslega stefnu þeirra í Austurevrópu til að
forðast frekari „misskilning". Andrej
Visinskí, sem orðinn var aðstoðarutanríkis-
ráðherra, tilkynnti Schulenburg þann 11.
september, að Sovétríkin yrðu að vera með
í ráðum framvegis þegar rædd yrðu vanda-
málin við Dóná, þar eð þau hefðu orðið
valdaaðili við ána þegar þau tóku Bessara-
bíu.
Þýzka stjórnin lét tilleiðast að gera
nokkrar undantekningar. Innrásin í Sovét-
ríkin átti ekki að hefjast fyrr en um vorið
1941 og Ilitler taldi ráðlegt að vekja ekki
um of ugg stjórnarinnar í Moskvu. Þess-
vegna gerðist það samtímis, fyrstu dagana
í október, að þýzkar hersveitir héldu inní
Rúmeníu, og Berlín féllst á fund með Sovét-
ríkjunum, sem fulltrúum Ítalíu og Rúm-
eníu var einnig boðið að sitja. Fundurinn
átti að koma nýrri skipan á siglingar um
Dóná, einkum Dónárósa, sem fram til þessa
höfðu verið ákvarðaðar af alþóðalögum.
Fundurinn hófst í Búkarest 28. október.
Andstaðan varð strax augljós milli krafa
Þjóðverja og tillagna Sovétríkjanna, sem
reyndu að koma Dónárósum undir sérlegt
eftirlit Rússa og meina Þjóðverjum beinan
aðgang að Svartahafinu. Eftir hverja fram-
lenginguna á fætur annarri var fundinum
endanlega slitið 21. desember án þess nokk-
uð samkomulag hefði náðst.
Schulenburg kom aftur til Moskvu 15.
október. Þar fann hann að ástandið var
orðið enn alvarlegra. Sovétríkin höfðu
dregið verulega úr afgreiðslu þeirra hrá-
efnabirgða, sem þeir voru skuldbundnir til
að sjá Þjóðverjum fyrir, til þess hafði ekki
verið gripið áður. Þetta gerði Þjóðverjum
erfitt fyrir um aðdrætti til iðnaðar síns.
Schulenburg, sem enn var sannfærður um
að einföld útskýring mundi „upplýsa“
ástandið, kom því til leiðar, að Molotov,
sem var þá forseti Þjóðernisráðsins (for-
sætisráðherra), var boðið til Berlínar.
Uggurinn var engu minni í Moskvu. Full-
trúar erlendra ríkja í borginni tóku eftir
því, að dagblöðin réru stöðugt á ættjarðar-
ást og baráttuvilja þjóðarinnar. Við her-
sýninguna á Rauðatorgi á byltingarafmæl-
inu, 7. nóvember, tilkynnti Timosjenko
marskálkur í dagskipan sinni: „Styrjöld
auðvaldsríkjanna breiðist út og dregst á
langinn, hún nálgast landamæri vor, hún
ógnar landsvæði voru, hún getur orðið ógn-
un við föðurland vort, Sovétríkin."
Að kvöldi þess 10. nóvember lagði Molo-
tov af stað til Berlínar. Hann kom aftur til
Moskvu um miðnætti þann 15. Á báða bóga
var látin í ljós mikil ánægja. I raun og veru
var árangurinn enginn. Engin samkomu-
lagsleið var fær um það sem eitt skipti máli
í viðræðunum, afmörkun „áhrifasvæðanna".
Heila klukkustund rifust Hitler og Molo-
tov um Finnland, sem hvor viðræðuaðilinn
um sig grunaði hinn um að vilja innlima.
Deilan um Hellusund var sérstaklega
leidd í tal og Hitler hafði þvertekið fyrir
það, að Sovétríkin kæmu sér fyrir í Búlg-
aríu og þaðanafsíður á sundinu sjálfu.
Molotov var ósveigjanlegur og minnti á
hefðbundin ítök Rússa á þessu svæði, þó
með hægð, sem espaði Þjóðverjana. Hitler
reyndi að fá hann ofanaf þessu með „stór-
tímarit máls oc mennincar
65
5