Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sinni sem var um „tvær innrásir samtímis: aðra að sunnan í átt til Kiev og Dnépr, hina að norðan, yfir Eystrasaltslöndin allt til Moskvu,“ þar sem herirnir tveir áttu loks að mætast, tilgangurinn var „að gera útaf við sovétþjóðina í einu áhlaupi." Hinn 1. ágúst snéri Halder hershöfðingi, yfirmaður herforingjaráðsins sér að þessu verkefni. Þann 9. ágúst bárust stjórnarstöðvum hers- ins fyrstu skipanirnar um undirbúning árás- arinnar og liðsöfnunarsvæðin, undir dul- nefninu Aufbau Ost (Austuruppbygging- in). Hinn 12. nóvember, daginn sem Molo- tov kom til Berlínar áréttaði Hitler í orð- sendingu til herforingjaráðsins: „Nú munu eiga sér stað pólitískar viðræður í þeim til- gangi að fá ljóslega fram afstöðu Sovétríkj- anna. Óháð öllum niðurstöðum þeirra sam- ræðna munu þær ákvarðanir um Rússland, sem ég hef tekið og þegar fyrirskipað munnlega verða framkvæmdar." Þann 5. desember lögðu Halder og Brauchitsch yfir- herforingi áætlanir herforingjaráðsins fyr- ir Hitler, sem samþykkti þær. Þann 18. desember hlaut framkvæmdin dulnefnið Barbarossa. Tilgangur innrásarinnr var skilgreindur samdægurs í leynilegri tilskipan Foringjans Nr. 21, hann var sá „að mola Rússland á skömmum tíma“ og tryggja her Þjóðverja yfirráð á öllu svæðinu vestanvið línu dregna frá Volgu til Arkangelsk, megninu af evr- ópulöndum Rússlands. Hinn 3. febrúar 1941 kom yfirherstjórnin saman í Berlín og hlýddi frá klukkar. 12 til 18 á endanlega skýrslu Halders um framkvæmd tilskipun- ar 21. Hitler krafðist þess að liðsöfnunar- áætlunin yrði þegar gerð. í marzlok var fyrst stig hennar þegar framkvæmt. Seinni hluta maí var allt tilbúið til framkvæmdar á árásartilskipun Hitlers. Raunar voru í sjálfum grundvelli Bar- barossaáætlunarinnar mótsagnir sem síðan leiddu til ósigurs Þjóðverja. í minningum sínum hefur Heinz Guderian, sérfræðingur í vélahernaði og höfundur bryndrekans, bent á, að hún var fyrst og fremst byggð á röngu mati á herstyrk Sovétríkjanna (Hald- er hélt að rússneski herinn mundi verða yfirbugaður á einni viku). Athyglisvert er það, svo nákvæmlega sem innrásin var und- inbúin, að engin traust yfirlitshemaðaráætl- un var gerð. Þrír meginherir, allir viðlíka sterkir, vom sendir fram „í óravíðáttur Rússlands án þess að nokkuð herfræðilegt markmið væri skýrlega greint.“ Sunnanvið Pripetfenin var suðurherinn undir stjórn von Rundstedt; milli Pripet og Némen miðherinn undir stjórn von Bock; um Austurprússland fór norðurherinn und- ir stjóm Ritters von Leeb marskálks. Hlut- verk þeirra var að sækja eins langt og fært væri inní sovéskt land og eyða vitaskuld landamæraherflokkum rússneska hersins, bryndrekasveitirnar áttu að fara fyrir og „koma í veg fyrir nýja víglínumyndun". En, eins og Guderian bendir á var ekki um annað að ræða en „fyrirmæli um að- gerðirnar“. Þegar búið yrði að gera landa- mæraherinn óvirkan, hvert yrði þá stefnt? Hitler var sífellt að færa til þungamiðju átakanna. I fyrstu virðist hann hafa verið á því að stefna höfuðstyrk hersins til Moskvu. Með það fyrir augum fékk miðherinn tvær bryndrekasveitir (Guderian og Hoth) en suður- og norðurherinn ekki nema eina hvor. En þær fyrirskipanir, sem gefnar voru bryndrekasveitum von Bocks, en þær áttu að mynda kjarnann í innrásarhernum, bera vott um óvissu með herfræðilegan skilning Hitlers. Það var gert ráð fyrir því, að 2. og 3. bryndrekasveitin brytust gegnum víglínu Rússa beggja vegna Brest-Litovsk og kæm- ust síðan til Smolenskhéraðsins. En uppfrá því var ekkert áætlað. Átti að halda áfram til Moskvu? Átti þvertámóti að snúa til norðurs og stefna á Leníngrað, aðstoða hersveitir von Leebs og koma Eystrasalts- 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.