Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sinni sem var um „tvær innrásir samtímis:
aðra að sunnan í átt til Kiev og Dnépr, hina
að norðan, yfir Eystrasaltslöndin allt til
Moskvu,“ þar sem herirnir tveir áttu loks
að mætast, tilgangurinn var „að gera útaf
við sovétþjóðina í einu áhlaupi." Hinn 1.
ágúst snéri Halder hershöfðingi, yfirmaður
herforingjaráðsins sér að þessu verkefni.
Þann 9. ágúst bárust stjórnarstöðvum hers-
ins fyrstu skipanirnar um undirbúning árás-
arinnar og liðsöfnunarsvæðin, undir dul-
nefninu Aufbau Ost (Austuruppbygging-
in). Hinn 12. nóvember, daginn sem Molo-
tov kom til Berlínar áréttaði Hitler í orð-
sendingu til herforingjaráðsins: „Nú munu
eiga sér stað pólitískar viðræður í þeim til-
gangi að fá ljóslega fram afstöðu Sovétríkj-
anna. Óháð öllum niðurstöðum þeirra sam-
ræðna munu þær ákvarðanir um Rússland,
sem ég hef tekið og þegar fyrirskipað
munnlega verða framkvæmdar." Þann 5.
desember lögðu Halder og Brauchitsch yfir-
herforingi áætlanir herforingjaráðsins fyr-
ir Hitler, sem samþykkti þær. Þann 18.
desember hlaut framkvæmdin dulnefnið
Barbarossa.
Tilgangur innrásarinnr var skilgreindur
samdægurs í leynilegri tilskipan Foringjans
Nr. 21, hann var sá „að mola Rússland á
skömmum tíma“ og tryggja her Þjóðverja
yfirráð á öllu svæðinu vestanvið línu dregna
frá Volgu til Arkangelsk, megninu af evr-
ópulöndum Rússlands. Hinn 3. febrúar
1941 kom yfirherstjórnin saman í Berlín og
hlýddi frá klukkar. 12 til 18 á endanlega
skýrslu Halders um framkvæmd tilskipun-
ar 21. Hitler krafðist þess að liðsöfnunar-
áætlunin yrði þegar gerð. í marzlok var
fyrst stig hennar þegar framkvæmt. Seinni
hluta maí var allt tilbúið til framkvæmdar
á árásartilskipun Hitlers.
Raunar voru í sjálfum grundvelli Bar-
barossaáætlunarinnar mótsagnir sem síðan
leiddu til ósigurs Þjóðverja. í minningum
sínum hefur Heinz Guderian, sérfræðingur
í vélahernaði og höfundur bryndrekans,
bent á, að hún var fyrst og fremst byggð á
röngu mati á herstyrk Sovétríkjanna (Hald-
er hélt að rússneski herinn mundi verða
yfirbugaður á einni viku). Athyglisvert er
það, svo nákvæmlega sem innrásin var und-
inbúin, að engin traust yfirlitshemaðaráætl-
un var gerð. Þrír meginherir, allir viðlíka
sterkir, vom sendir fram „í óravíðáttur
Rússlands án þess að nokkuð herfræðilegt
markmið væri skýrlega greint.“
Sunnanvið Pripetfenin var suðurherinn
undir stjórn von Rundstedt; milli Pripet og
Némen miðherinn undir stjórn von Bock;
um Austurprússland fór norðurherinn und-
ir stjóm Ritters von Leeb marskálks. Hlut-
verk þeirra var að sækja eins langt og fært
væri inní sovéskt land og eyða vitaskuld
landamæraherflokkum rússneska hersins,
bryndrekasveitirnar áttu að fara fyrir og
„koma í veg fyrir nýja víglínumyndun".
En, eins og Guderian bendir á var ekki
um annað að ræða en „fyrirmæli um að-
gerðirnar“. Þegar búið yrði að gera landa-
mæraherinn óvirkan, hvert yrði þá stefnt?
Hitler var sífellt að færa til þungamiðju
átakanna. I fyrstu virðist hann hafa verið á
því að stefna höfuðstyrk hersins til Moskvu.
Með það fyrir augum fékk miðherinn tvær
bryndrekasveitir (Guderian og Hoth) en
suður- og norðurherinn ekki nema eina
hvor. En þær fyrirskipanir, sem gefnar voru
bryndrekasveitum von Bocks, en þær áttu
að mynda kjarnann í innrásarhernum, bera
vott um óvissu með herfræðilegan skilning
Hitlers. Það var gert ráð fyrir því, að 2. og
3. bryndrekasveitin brytust gegnum víglínu
Rússa beggja vegna Brest-Litovsk og kæm-
ust síðan til Smolenskhéraðsins. En uppfrá
því var ekkert áætlað. Átti að halda áfram
til Moskvu? Átti þvertámóti að snúa til
norðurs og stefna á Leníngrað, aðstoða
hersveitir von Leebs og koma Eystrasalts-
70