Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR legri mótstöðu Rússanna. Þann 2. desember skrifar yfirmaður þýzka herforingjaráðsins í dagbók sína: „Andspyrna Rússanna nær nú hámarki.“ Guderian skrifar: „Árásin á Moskvu er farin út um þúfur. Við höfum goldið sérlega mikið afhroð." Norðanvið Túla var 24. vélaherflokkurinn í algjörri sjálfheldu. Á hitamælinum mátti lesa 4-50. Það var ekki lengur um }>að að ræða að gera árás, ekki einu sinni að halda fremstu stöðunum. Lið Þjóðverja tók að hörfa á öllum Moskvuvígstöðvunum. í mörgum herfylkjanna var fallinn meir en helmingur. Frá 16. nóvember til 4. desember féllu í orrustum meir en 55.000 af liði Þjóðverja. Júrí Sjúkov, sem tekið hafði við yfir- stjórn hersins á miðvígstöðvunum af Timo- sjenkó, hóf allsherjar sókn þann 6. des. Hersveitir Rússa fóru á hreyfingu á allri hinni 320 km. löngu Moskvuvíglínu. Mynd- aðir höfðu verið þrír nýir herir úr flokkum, sem komnir voru frá Síberíu og hlotið höfðu sérstaka æfingu í vetrarbardögum. Allan desembermánuð hörfuðu Þjóðverjar vesturábóginn. Moskva var óhult. Hitler var búinn að tapa stríðinu. Manstein marskálkur, sem brezki hern- aðarfræðingurinn Liddel Hart hefur kallað „hættulegasta fjandmann bandamanna", dró sína lærdóma af ósigrinum og hefur skýrt herfræðilega villu þýzku herstjóm- arinnar sem svo: „Hitler vildi gera út um stríðið með sókn á báðum örmum (sem engin tök voru á vegna hlutfallsins milli liðsaukans og víðáttunnar), yfirstjórn land- hersins vildi gera út um stríðið á miðvíg- stöðvunum. Það er þessi klofni skilningur, sem leiðir loks til mistaka herstjómarinnar. Það er rétt að Hitler samþykkti þá niður- skipun hersins, sem yfirstjórnin lagði til, en eftir henni átti að beita hemum í tvennu lagi norðan við Pripetfenin en í einu lagi að sunnan. En misklíðin um sóknarstefn- una hélzt allt til loka bardaganna. Árangur- inn gat ekki orðið nema einn: Hitler náði ekki markmiðum sínum því þau voru of langt hvort frá öðm, en eyðilagði þó fyrir- ætlanir yfirherstjórnarinnar." En þetta er engan veginn fullnægjandi skýring. Villumar í herfræðiskilningi For- ingjans liggja í augum uppi og vafalaust hafa þær átt sinn þátt í því að innrásar- fyrirætlanirnar fóru út um þúfur. En því má heldur aldrei gleyma, að strax í júlílok fóru einmitt þeir, sem skýrast hugsuðu meðal þýzku herstjórnarinnar að örvænta um þróun bardaganna, ekki fyrst og fremst af óvissu eða vegna þeirra mótsagna, sem Hitler átti sök á, heldur öllu fremur vegna þeirrar verulegu seinkunar, sem orðin var á upphaflegum fyrirætlunum og fyrirstaða rauða hersins orsakaði. Þess verður að gæta — og það mætti ein- mitt vera prófsteinninn á stjómarstefnu Sovétríkjanna 1940 og 1941 — að þó rauði herinn fengi sína duglegu rassskellingu á fyrstu vikum innrásarinnar, var hann þó aldrei algjörlega óviðbúinn. Hann stóð höll- um fæti. Sumum hópum hans var sundrað, en hann var ekki gjörsigraður eins og pólski herinn eða sá franski. Vissulega bauð víðátta landsins Sovét- hemum uppá liverskonar tækifæri til und- anhaldsaðgerða. En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að ráðamenn Sovét- ríkjanna höfðu vandlega horfzt í augu við hugsanleg átök þar sem slíkra ráðstafana mundi þurfa við. Herstyrkur Rússa um það bil sem innrásin hófst nægði ekki til að verja landamærin, eða landamærasvæðin fyrir þeim fjömtíu og fimm herfylkjum, sem Þjóðverjar tefldu fram, en það kom í Ijós að herinn var við því búinn að bregð- ast skjótt við og hefta innrás Þjóðverjanna með varanlegum hætti tæpum hálfum mán- uði eftir að hún hófst. Það má ekki gleym- ast að fyrstu stóm gagnáhlaup Rússa við 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.