Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sovéthersins verður að greina á milli mis-
taka og takmarkana herstjórnarinnar ann-
ars vegar og framgöngu hermannanna hins
vegar. Frá upphafi átakanna börðust rúss-
nesku hermennimir af hugrekki og mjög
oft af hörku. Þegar allt kemur til alls þá er
ósigur þýzka hersins fyrst og fremst þeirra
verk, verk allra þeirra, sem líkt og sögu-
hetjur Boris Polevojs reyndust „sannir
menn“ á erfiðum tímum, sýndu hetjuskap,
sem var ósköp bláttáfram. Og sízt má
gleyma þeirri sögulegu staðreynd, að hin
sigursæla orrusta um Moskvu var fram-
kvæmd undir pólitískri forystu þar sem
Stalín var mestráðandi, ef ekki alveg ein-
ráður. Það getur enn í dag virzt erfitt að
átta sig á þeirri einstöku varfæmisstefnu,
sem hann lagði stund á 1940 og 1941 gagn-
vart Hitlersþýzkalandi. Það virðist samt
hafið yfir allan efa að það var einmitt þessi
stefna, sem gerði rauða hernum kleift, þeg-
ar þar að kom, að tefja og síðar að stöðva
herhlaup Þjóðverja til Moskvu og loks að
leiða gagnsóknina til sigurs.
Þorgeir Þorgeirsson þýddi.
78