Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 89
Leikhús að sem af er leikárinu hefur leikhús- gestum yfirleitt verið gefið nokkuð þunnt á garðann — og þó kjarnatugga hafi slæðzt með hefur hún viljað vera illa verk- uð. Leikfélagið tók upp frá fyrra ári gam- anleikinn Sex eSa 7. Leikur þessi er fjarri því að vera stórverk, en skemmtileikur í betra lagi með ósvikinni skozkri kýmni, Kaninn fær sitt og brezkir karlmenn sitt — allir geta þó brosað og verið ánægðir. Mikilhæfir og traustir leikarar gerðu úr þessu farsæla sýningu. Helga Valtýsdóttir var frábær, létt og fyndin, Þorsteinn O. Stephensen hæglátur og ísmeygilega kým- inn, Brynjólfur Jóhannesson fjörmikill og kanalegur (sérlega í hvítu fötunum), Reg- ína Þórðardóttir sterk og yfirþyrmandi amerísk kvenpersóna. Rita Larsen, barnið, lék furðuvel og við vinsældir áhorfenda. Valdimar Lárusson var indælis brezkur þjónn. Hinsvegar féll Guðmundur Pálsson einhvemveginn ekki í hlutverkið og tókst ekki að laga það eftir sinni persónu. Birgir Brynjólfsson yfirlék, það hefði leikstjórinn, Hildur Kalman, átt að leiðrétta — því yfir- leitt stýrði hún þessari sýningu af smekk- vísi. Kassastykki eru afsakanleg ef þau eru ekki verri en þessi sýning. Næst var á dagskrá hjá Leikfélaginu amerískt leikrit: Kviksandur, eftir ungan höfund Vincente Gazzo. Leikrit þetta er einkar lipurlega samansett og hæfileikar höfundarins augljósir. Samt fer það hvergi fram úr því að vera líkt og frábærlega leyst prófverkefni. Samanlagt það bezta úr bandarískum leikritunaraðferðum í dag er hér notað skýrlega og snjallt til að leysa verkefni, sem sett hefur verið fyrir: eitur- lyfjaneytandi og fjölskylda hans. Það er engu líkara en vinnubrögðin, hæfileikasýn- ingin sé veigameira en hitt, að höfundi liggi beint á að segja manni nokkuð. Þetta gerir það að verkum, að hlutverkin eru öll lif- andi og bráðsnjallt skrifuð, en skortir ein- hverja dýpri merkingu, eitthvert samhengi. Leikritið er nálægt því að vera formalismi og þessvegna situr lítið eftir af því þegar frá líður, fyrst og fremst þó frábær leikur Gísla Halldórssonar í ldutverki Polos, sem margir hafa sagt vera betur samið en önn- ur hlutverk í þessum leik. Mér er þó nær að halda, að Gísli hafi hér blásið í lífi frá sjálfum sér fremur en hitt, að þetta hlut- verk sé öðrum veigameira. Steindór Hjör- leifsson lék mikinn í hlutverki Jonna og sjálfsagt eru öll hans viðbrögð samkvæmt læknisdómi rétt, eitthvað var þó ekki sann- færandi við þau þarna, kannske er lögð of mikil áherzla á köstin og þeim ætlað að standa undir meiru en þau bera, sviðrænt. Helga Bachmann leikur eiginkonuna, Celíu, sem hreina engilmynd, skematískt. Maður trúir því varla, að hún sé í neinni hættu fyrir demóninum í Polo. Brynjólfur Jó- hannesson reynir að gera sitt bezta í hlut- verki föðurins og sýnir réttilega þröngsýn- ina og skilningsleysið, á hinn bóginn kemur 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.