Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 99
UMSAGNIR UM BÆKUR terodamus raska síður en svo heild bókar- innar, gefa henni miklu fremur sögulega baksýn: harmleikur þessa bókvísa lærdóms- manns 16. aldar hefur enn ekki verið tek- inn af sviðinu, hann fer fram í sögu dags- ins í dag. Erasmus Rotterodamus var einn af höfundum hinnar miklu þjóðfélagsbylt- ingar 16. aldar, en hörfaði undan óttasleg- inn, er hann sá þá anda, er hann hafði sært fram, og vildi nú ekki lengur taka þátt í leiknum, en vera áhorfandi að honum, eins og Lúter brá honum um reiður og sár. Það er engin tilviljun að Thor Vilhjálmsson fléttar ævi og örlög Erasmusar í bók sína: hann vildi vekja athygli manna á tragísku vandamáli, sem margur maðurinn á við að glíma á okkar öld. Auk þess eru þessir kafl- ar um Erasmus ágætasta sagnfræði. Eg er ekki vel kunnugur öllum fyrri bók- um Thors Vilhjálmssonar — Svipir dagsins, og nótt munu vera sjötta frumsamda bók hans — en eg hygg, að eftir þetta verði erf- itt að gera hann sveitrækan úr íslenzkum bókmenntum. Hæfileikar hans, einlægni og vandvirkni í listinni, hafa fært honum þau sigurlaun, sem ekki verða frá honum tekin. Sverrir Kristjánsson. Ásta Sigurðardóttir: Sunnudagskvöld til mónudagsmorguns Helgafell. Reykjavík 1961. egar fyrstu sögumar eftir Ástu Sigurð- ardóttur birtust í Líji og list fyrir rúm- um áratug, mun flestum karlmönnum að minnsta kosti hafa komið saman um, að nú væri risin upp meðal vor pennafærasta kona á íslandi. Síðan hafa komið út eftir hana nokkrar sögur á tvístringi í tímarit- um. Nú hefur þessum sögum verið safnað í bók og hafa tvær þær síðustu, Dýrasaga og MaSurinn og húsið hans, ekki verið prent- aðar áður, enda báðar samdar á síðast- liðnu ári. Sögurnar í þessu safni eru tíu talsins og mikill fengur að eiga þær á ein- um stað. Ásta Sigurðardóttir mun vera sjálf úr sveit, en hún velur sér yrkisefni frá mölinni í Reykjavík. Ein sagan, Skerpla, gerist þó í mosanum, snotur og látlaus saga um sauð- burð í íslenzkri sveit og um þær sorgir manna og málleysingja, sem stundum fylgja vorkomu á íslandi. Þar her ekki á því að hún hafi gleymt tungutaki uppruna síns og átthaga, þótt henni sé orðið munn- tamt það mál, sem talað er hér syðra. Allar hinar sögurnar gerast í Reykjavík, í brögg- um hennar, hlandportum og Hafnarstræti, enda helgar höfundurinn Reykvíkingum bókina, og þakkar þeim svo fósturiaunin. Þær fjalla um einstæðinga og umkomulítið fólk, sem geta ekki komið undir sig fótun- um, hvorki í heitri heimsstyrjöld né kaldri viðreisn, manneskjur sem þrá að elska pilt- inn sinn eða barnið sitt, leita að samúð og náungans kærieika, en fyrir duttlunga ör- laganna er þeim það fyrirmunað. Súper- man, reykvíski stráklingurinn, sem elst upp við kvikmyndir vestrænnar menningar, leit- ar samúðar hjá tannlausri Hafnarstrætis- hóru, en hefur ekki annað en hæðnishlátur upp úr leit sinni og horfir á eftir henni fara á fund þeirra kana, sem höfðu stolið frá honum æskuástinni. Hin fordrukkna stúlka missir bæði barn sitt og bamsföður og fær ekki höndlað lífsdrauminn, jafnvel skógar- þrösturinn í ameríska búrinu hennar fröken Valborgar fær ekki að njóta litlu þrastar- stúlkunnar sinnar, og springur af harmi. Það er lítið um farsæl sögulok í þessari bók, en boðskapur hennar er einfaldur og sannmannlegur: Það er náttúrlega mjög mikilvægt að hafa karakter ... en það er kannski fyrir mestu að vera góður — eins 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.