Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 99
UMSAGNIR UM BÆKUR
terodamus raska síður en svo heild bókar-
innar, gefa henni miklu fremur sögulega
baksýn: harmleikur þessa bókvísa lærdóms-
manns 16. aldar hefur enn ekki verið tek-
inn af sviðinu, hann fer fram í sögu dags-
ins í dag. Erasmus Rotterodamus var einn
af höfundum hinnar miklu þjóðfélagsbylt-
ingar 16. aldar, en hörfaði undan óttasleg-
inn, er hann sá þá anda, er hann hafði sært
fram, og vildi nú ekki lengur taka þátt í
leiknum, en vera áhorfandi að honum, eins
og Lúter brá honum um reiður og sár. Það
er engin tilviljun að Thor Vilhjálmsson
fléttar ævi og örlög Erasmusar í bók sína:
hann vildi vekja athygli manna á tragísku
vandamáli, sem margur maðurinn á við að
glíma á okkar öld. Auk þess eru þessir kafl-
ar um Erasmus ágætasta sagnfræði.
Eg er ekki vel kunnugur öllum fyrri bók-
um Thors Vilhjálmssonar — Svipir dagsins,
og nótt munu vera sjötta frumsamda bók
hans — en eg hygg, að eftir þetta verði erf-
itt að gera hann sveitrækan úr íslenzkum
bókmenntum. Hæfileikar hans, einlægni og
vandvirkni í listinni, hafa fært honum þau
sigurlaun, sem ekki verða frá honum tekin.
Sverrir Kristjánsson.
Ásta Sigurðardóttir:
Sunnudagskvöld
til mónudagsmorguns
Helgafell.
Reykjavík 1961.
egar fyrstu sögumar eftir Ástu Sigurð-
ardóttur birtust í Líji og list fyrir rúm-
um áratug, mun flestum karlmönnum að
minnsta kosti hafa komið saman um, að
nú væri risin upp meðal vor pennafærasta
kona á íslandi. Síðan hafa komið út eftir
hana nokkrar sögur á tvístringi í tímarit-
um. Nú hefur þessum sögum verið safnað í
bók og hafa tvær þær síðustu, Dýrasaga og
MaSurinn og húsið hans, ekki verið prent-
aðar áður, enda báðar samdar á síðast-
liðnu ári. Sögurnar í þessu safni eru tíu
talsins og mikill fengur að eiga þær á ein-
um stað.
Ásta Sigurðardóttir mun vera sjálf úr
sveit, en hún velur sér yrkisefni frá mölinni
í Reykjavík. Ein sagan, Skerpla, gerist þó
í mosanum, snotur og látlaus saga um sauð-
burð í íslenzkri sveit og um þær sorgir
manna og málleysingja, sem stundum
fylgja vorkomu á íslandi. Þar her ekki á
því að hún hafi gleymt tungutaki uppruna
síns og átthaga, þótt henni sé orðið munn-
tamt það mál, sem talað er hér syðra. Allar
hinar sögurnar gerast í Reykjavík, í brögg-
um hennar, hlandportum og Hafnarstræti,
enda helgar höfundurinn Reykvíkingum
bókina, og þakkar þeim svo fósturiaunin.
Þær fjalla um einstæðinga og umkomulítið
fólk, sem geta ekki komið undir sig fótun-
um, hvorki í heitri heimsstyrjöld né kaldri
viðreisn, manneskjur sem þrá að elska pilt-
inn sinn eða barnið sitt, leita að samúð og
náungans kærieika, en fyrir duttlunga ör-
laganna er þeim það fyrirmunað. Súper-
man, reykvíski stráklingurinn, sem elst upp
við kvikmyndir vestrænnar menningar, leit-
ar samúðar hjá tannlausri Hafnarstrætis-
hóru, en hefur ekki annað en hæðnishlátur
upp úr leit sinni og horfir á eftir henni fara
á fund þeirra kana, sem höfðu stolið frá
honum æskuástinni. Hin fordrukkna stúlka
missir bæði barn sitt og bamsföður og fær
ekki höndlað lífsdrauminn, jafnvel skógar-
þrösturinn í ameríska búrinu hennar fröken
Valborgar fær ekki að njóta litlu þrastar-
stúlkunnar sinnar, og springur af harmi.
Það er lítið um farsæl sögulok í þessari
bók, en boðskapur hennar er einfaldur og
sannmannlegur: Það er náttúrlega mjög
mikilvægt að hafa karakter ... en það er
kannski fyrir mestu að vera góður — eins
89