Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 15
LIÐINN ALDARFJÓRÐUNGUR menningu þennan aldarfj órðung. Þið munið að við erum á sjónarhæð, við vatn, og höfum verið að spegla okkur í tímanum og vatninu. En var það í rauninni endurspeglunin sem skipti máli? Og hefur Mál og menning nokkru sinni látið sig endurspeglun hlutanna öllu varða? Hefur fé- lagið ekki miklu fremur viljað leysa krafta úr læðingi, móta bókmenntunum og þjóðinni stefnu og farveg, fá hjörtun til að slá hraðar og efla skáld til stórra verka ? Og hverju höfum við áorkað, og hvemig hafa atvik þróazt og hvað er fram- undan? Þið munið hvernig félagið varð til: Nokkrir rithöfundar sem áttu ekki fyrir næstu máltíð, en voru brennandi í andanum, sneru sér til þeirra sem áttu ekki aura fyrir bók og sögðu: bindumst samtökum og gerum bækur svo ódýrar að allir geti eignazt þær. Var þá tilgangurinn það að gefa út ódýrar bækur? Já, svo langt sem það nær. En til hvers? Til þess að almenningur hefði eitthvað til að stytta sér stundir við eða væri ekki bókalaus? Höfðum við einhverja oftrú á ódýrum bókum? Ætli sé verið að ljóstra upp nokkru leyndarmáli eftir 25 ár þó að sagt sé að fyrir stofnendum Máls og menningar hafi ekki vakað nein kaupfélagsstefna, ekki eitthvert neytendasjónarmið, og þeir gengu því síður með neinn fátæktarkomplex. Með útgáfu á ódýrum bókum vildum við brjóta niður múrinn milli skálda og alþýðu og fá stóran lesendahóp, ekki í neinu samúðarskyni við almenning, heldur til að vekja hann af svefni, flytja honum nýjar skoðanir, nýjan skáldskap, kveikja hugsjónir í brjósti hans. Við ætluðum að gerbreyta þjóðfélaginu, ryðja braut nýjum hugmyndum, nýjum þjóðfélagsháttum og nýrri bókmenntastefnu, skapa víðari sjóndeildarhring, glæða frelsisþrá alþýðu, gera þjóðina frjálsa. Og við trúðum á mátt skáld- skaparins og á mátt hugsjónarinnar, sem er hjartsláttur hans. Ykkur eru svo kunnir þeir rithöfundar og skáld, sem hér eiga hlut að máli, og verk þeirra, að ekki þarf nema að minna á nöfnin. Mörg af þessum verkum lýsa upp sögu Islands og samtíðina: íslenzk menning,Handritaspjall, íslenzka þjóðveldið og fslenzka skattlandið, Ættarsamfélag og ríkisvald, ísland hefur jarl, Sagnaskemmtun íslendinga, Vestlendingar, Á íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn, Saga þín er saga vor, hin nýju ritgerðasöfn Sverris, Jónasar Árnasonar, Einars Olgeirssonar, Vor í verum. Og er þó slitróttari þráðurinn en við hefðum óskað: engin samfelld saga enn sem komið er. Skáldin og bók- menntimar hafa staðið oss hjarta næst, og er ósegjanlegur fögnuður að geta staðfest, þegar rennt er augunum yfir tímabilið, að íslenzkar bókmenntir risu 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.