Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 19
LIÐINN ALDARFJÓRÐUNGUR
á svikunum við þjóðina, á lítilmennskunni, á undirlægjuhættinum. Það eru
að búa um sig með þjóðinni innri kraftar sem þrá að finna réttan farveg, og
munu finna sér hann.
Og þessir kraftar þurfa enn að eiga sér, eins og í allri sögu íslands, fram-
rás í bókmenntunum. Skáldin og rithöfundarnir þurfa enn á ný að bindast
samtökum með alþýðu til þess að finna þjóðinni stefnu og lífsstraumnum far-
veg. Og sú stund er komin að þetta er hægt og þessa er krafizt. Það er hægt
að glæða þá elda, hlúa að þeim gróðri, skapa það andrúmsloft, vekja og sam-
eina þá krafta, sem stuðla vilja að andlegri endurreisn á íslandi. Látum það
verða hlutverk Máls og menningar á nýjum aldarfjórðungi að tendra þá and-
legu loga.
Hví skyldi mönnum þurfa að finnast þetta skyldara draumi en veruleika?
Er þjóðin síður hæfileikum búin en áður? Er ekki fyrir nógu að berjast,
sjálfri hamingju þjóðarinnar, sjálfri fegurð lífsins? Og hvað sýnir sagan?
Þarf alltaf stóran hóp til að vekja þjóðirnar, kveikja eld hugsjónanna og leiða
þær fram til sigurs? Menn bölsóta tímunum og sjá allt illt við þá. En hverjir
skapa tímana? Geta menn ekki sjálfir vakið þjóðarandann, skapað bókmennt-
unum jarðveg til að gróa í? Hvað hefur gerzt í íslenzkri bókmenntasögu ?
Hversvegna greru bókmenntirnar nema vegna þess að þjóðin sjálf, alþýðan,
hlúði að þeim og ástundaði þær, hvernig sem tímamir voru, hvort sem blés
með eða móti.
Menn finna þeim skáldum sem nú yrkja flest til foráttu, og því er oft haldið
að mönnum, og tekur hver eftir öðrum, að bækur Máls og menningar séu leið-
inlegar og hver annarri líkar. Það hefur verið sagt um bækur afmælisútgáf-
unnar að þær séu ekki allar ánægjulegar. En hverjar eru ekki ánægjulegar?
Það skyldu þó ekki vera þær sem mönnum er mest þörf að lesa og læra af?
vegna þess þær eiga mest innihald og vekja menn til skilnings á brennandi
vandamálum tímans. Það er mál að þessum áróðri linni, að félagsmenn slái
skildi fyrir Mál og menningu og því sé á loft haldið að félagið hefur aldrei
slakað á kröfum sínum að gefa út góðar og fjölbreyttar bækur, hefur aldrei
brugðizt skyldum sínum við lesendur, aldrei gert gælur við lágmennskuna né
hlustað á kvabbið um léttmeti.
Þegar ýmsir eru að gera lítið úr nýju bókunum, þá er títt að vitna í gamla
daga, vitna í það hvernig verið hafi þegar mestur hafi verið ljóminn yfir Máli
og menningu. En þótti mönnum hann í þá daga einatt mikill? Voru kvæði
Steins í hávegum höfð þegar þau voru að birtast í Tímaritinu? Varð ekki að
berjast fyrir skilningi á Halldóri Kiljan? Og í öðru Iagi: Það er ef til vill ekki
9