Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 23
VERULEIKI OG YFIRSKIN
þjóðlífinu, hún þarfnast „sér-leika“
þjóðarinnar, án hans getur hún ekki
veriS til. MaSur verSur aS vera per-
sóna til aS geta notiS krafta sinna, og
á sama hátt er „sér-leiki“ þjóSar frum-
skilyrSi þess aS kraftar hennar fái
notiS sín. En þeir sem ekki vilja um-
fram allt ógilda lærdóma sögunnar
hljóta aS gjalda varhuga viS þeim
hugmyndum aS tilveruform þjóSar-
innar sé aS verSa úrelt. Eins og nú er
ástatt er aS minnsta kosti óhætt aS
álykta aS „sér-leiki“ þjóSanna sé hiS
eina raunverulega tilveruform sem líf
mannkynsins birtist í. A hinn bóginn
er rétt aS minnast þess, aS þaS er
vafasamt, aS hingaStil hafi annaS til-
veruform mannlegra samfélaga
reynzt betur en tilveruform þjóSar-
innar. MaSurinn er ekki alheimsvera,
rammi raunveruleika hans, athafna-
sviS hans, er takmarkaS, sérstaSa
landa og þjóSa er ef til vill heppilegri
og gæfuríkari en einhæfing hinna
miklu heimsríkja, jafnvel þó þau
gætu staSizt án kúgunar.
Vér munum þá halda því fram þar
til annaS sannast, aS draumurinn um
heimsmenningu sé fræSilega hæpin
kenning og innantóm, ef sá algengi
skilningur er lagSur í hana aS hún
þýSi einhæfingu og samlögun þjóS-
menninganna. (Þetta er sá algengi
skilningur, en mér er til efs aS þeir
hugsuSir sem hafa fjallaS um þetta
efni í alvöru, beri nokkra ábyrgS á
þeim skilningi.) f raun hefur þessi
draumur, eins og fleiri ídealistískir
draumar sem eiga rætur aS rekja til
frönsku byltingarinnar einkum þjón-
aS til aS réttlæta pólitíska heimskúg-
un hins vestræna menningarsviSs,
hann hefur veriS hafSur aS yfirskini
til aS hneppa afganginn af heimin-
um í þrældóm. Heimsmenningin —
sem auSvitaS er vestræn og evrópsk
hugsjón — hefur þannig í veruleikan-
um ekki þýtt annaS en menningarein-
okun vesturlanda, og veriS innleidd
meS vopnavaldi og fjármagns. Um
sanna heimsmenningu getur ekki ver-
iS aS ræSa fyrr en heimurinn verSur
„samfélag frjálsra þjóSa“, jafn-
frjálsra, en ekki sumra meira frjálsra
en annarra. En heimurinn er enn
langt frá því takmarki.
Um þetta írumskilyrSi sannrar
heimsmenningar tala ekki þeir
stjórnmálamenn sem líta á þaS sem
hlutverk vestrænnar menningar aS
drottna yfir öllum heiminum. Þá
dreymir sem sé ekki um heimsmenn-
ingu heldur heimsveldi. Nú gera þeir
sér kannski ljóst aS sá draumur er
ekki aS því kominn aS rætast; en þá
grípa þeir til næstbezta ráSsins: aS
sjóSa saman þau svæSi í eitt veldi
sem þeir hafa helzt tangarhald á, út-
rýma „particularismunum“, þjóSun-
um, þjóSmenningunum. Þessa stefnu
er leitazt viS aS réttlæta bæSi sem
hugsjón og sögulega nauSsyn; smáar
félagseiningar séu ekki lífvænlegar
lengur á því stigi sem tæknin hefur
13