Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGÁR á 19. öld, er nú aðeins eitt ríki í heim- inum sem gœti þolað hið kapítalist- íska jrelsi, ej það vœri raunverulegt. Þetta ríki er Bandaríki Norður-Amer- íku. Og þó mundu þau að vísu ekki þola það frelsi til langframa. í raun og veru vita efnahagssér- fræðingar auðvaldsríkjanna svo vel að hið kapítalistíska frelsi jafngildir plágu fyrir þjóðirnar, að jafnvel í Bandaríkjunum er langt frá að því sé leyft að leika lausum hala. í aftur- haldssömustu blöðum Bandaríkjanna er stundum kvartað yfir því að erfitt sé fyrir útsendara Bandaríkjastjórn- ar og bandaríska auðvaldsins að „selja“ hugsjón „frjálsrar sam- keppni“ í útlöndum, þar sem væntan- legir kaupendur geti alltaf bent á að þessu frelsi séu svo strangar skorður settar í föðurlandi sínu, að nærri iiggi sósíalistísku ófrelsi. Þó þetta megi kalla að krítað sé liðugt þá er myndin ekki alveg ósönn. Dýrkeypt reynsla hefur kennt hinum háþróuðu auðvaldsþjóðfélögum að halda i við ófreskjuna „frjálsa samkeppni“ heimafyrir. Þau vilja helzt eklci fóðra hana á sínu holdi og blóði. Hinsvegar verður að ala ófreskjuna einhvern- veginn, og það skal gert í þeim ann- arsflokkslöndum sem nefnast nýlend- ur eða hálfnýlendur eða vanþróuð lönd (og í þessu tilviki er „vanþróun- in“ afstæð: Evrópa er t. d. vanþróuð miðað við Bandaríkin, en Afríka miðað við Evrópu, og einstök lönd í Evrópu miðað við önnur osfrv.); frjáls samkeppni er semsé óalandi heimafyrir, en fullgóð fyrir aðra. Ráðgjafastarf kapítalistískra ríkja í þágu þeirra ríkja sem eru þeim háð er hér einmitt talandi dæmi: ráðlegg- ingarnar miða alltaf að því að flytja út hið kapítalistíska frelsi; þess er jafnan krafizt að „annarsflokksríkin“ hagi efnahagspólitík sinni í samræmi við þær rétttrúuðu hagfræðikenning- ar sem ekki er lengur farið eftir í „fyrstaflokksríkjunum“. Tilgangur- inn er auðvitað að útvega ófreskj- unni að éta hjá öðrum svo að hún leggist ekki á sitt heimafólk. M. ö. o.: nýlendupólitík, imperíalismi. Allir sem hafa augun opin ættu að vita þetta: hið kapítalistíska frelsi er óframkvæmanlegt nema sem annar þátturinn í einhverskonar nýlendu- kúgun. Nýlenduarðrán er nú helzta forsenda þess að „frjáls samkeppni“, efnahagslegur „líberalismi“ beri ár- angur. Nýlenduarðránið gelur að vísu komið fram í ýmsu formi; það hefur til dæmis verið bent á það að Vestur-Þýzkaland, þetta gósenland frjálsrar samkeppni síðasta áratug, átti velgengni sína ekki aðeins að þakka fjáraustri Ameríkumanna eða hinni alræmdu atorkusemi Þióðverja heldur einnig því að Vestur-Þýzka- land hafði Austur-Þýzkaland að ný- lendu á mjög sérstæðan hátt: Alþýðu- lýðveldið sá Sambandslýðveldinu fyrir miklum hluta þeirra sérfræð- 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.