Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGÁR
á 19. öld, er nú aðeins eitt ríki í heim-
inum sem gœti þolað hið kapítalist-
íska jrelsi, ej það vœri raunverulegt.
Þetta ríki er Bandaríki Norður-Amer-
íku. Og þó mundu þau að vísu ekki
þola það frelsi til langframa.
í raun og veru vita efnahagssér-
fræðingar auðvaldsríkjanna svo vel
að hið kapítalistíska frelsi jafngildir
plágu fyrir þjóðirnar, að jafnvel í
Bandaríkjunum er langt frá að því sé
leyft að leika lausum hala. í aftur-
haldssömustu blöðum Bandaríkjanna
er stundum kvartað yfir því að erfitt
sé fyrir útsendara Bandaríkjastjórn-
ar og bandaríska auðvaldsins að
„selja“ hugsjón „frjálsrar sam-
keppni“ í útlöndum, þar sem væntan-
legir kaupendur geti alltaf bent á að
þessu frelsi séu svo strangar skorður
settar í föðurlandi sínu, að nærri
iiggi sósíalistísku ófrelsi. Þó þetta
megi kalla að krítað sé liðugt þá er
myndin ekki alveg ósönn. Dýrkeypt
reynsla hefur kennt hinum háþróuðu
auðvaldsþjóðfélögum að halda i við
ófreskjuna „frjálsa samkeppni“
heimafyrir. Þau vilja helzt eklci fóðra
hana á sínu holdi og blóði. Hinsvegar
verður að ala ófreskjuna einhvern-
veginn, og það skal gert í þeim ann-
arsflokkslöndum sem nefnast nýlend-
ur eða hálfnýlendur eða vanþróuð
lönd (og í þessu tilviki er „vanþróun-
in“ afstæð: Evrópa er t. d. vanþróuð
miðað við Bandaríkin, en Afríka
miðað við Evrópu, og einstök lönd í
Evrópu miðað við önnur osfrv.);
frjáls samkeppni er semsé óalandi
heimafyrir, en fullgóð fyrir aðra.
Ráðgjafastarf kapítalistískra ríkja í
þágu þeirra ríkja sem eru þeim háð
er hér einmitt talandi dæmi: ráðlegg-
ingarnar miða alltaf að því að flytja
út hið kapítalistíska frelsi; þess er
jafnan krafizt að „annarsflokksríkin“
hagi efnahagspólitík sinni í samræmi
við þær rétttrúuðu hagfræðikenning-
ar sem ekki er lengur farið eftir í
„fyrstaflokksríkjunum“. Tilgangur-
inn er auðvitað að útvega ófreskj-
unni að éta hjá öðrum svo að hún
leggist ekki á sitt heimafólk. M. ö. o.:
nýlendupólitík, imperíalismi.
Allir sem hafa augun opin ættu að
vita þetta: hið kapítalistíska frelsi er
óframkvæmanlegt nema sem annar
þátturinn í einhverskonar nýlendu-
kúgun. Nýlenduarðrán er nú helzta
forsenda þess að „frjáls samkeppni“,
efnahagslegur „líberalismi“ beri ár-
angur. Nýlenduarðránið gelur að
vísu komið fram í ýmsu formi; það
hefur til dæmis verið bent á það að
Vestur-Þýzkaland, þetta gósenland
frjálsrar samkeppni síðasta áratug,
átti velgengni sína ekki aðeins að
þakka fjáraustri Ameríkumanna eða
hinni alræmdu atorkusemi Þióðverja
heldur einnig því að Vestur-Þýzka-
land hafði Austur-Þýzkaland að ný-
lendu á mjög sérstæðan hátt: Alþýðu-
lýðveldið sá Sambandslýðveldinu
fyrir miklum hluta þeirra sérfræð-
18