Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 35
VERULEIKI OG YFIRSKIN horfið öðruvísi þegar um tilveru heillar þjóðar er að ræða en þegar ein persóna berst sinni einkabaráttu. Það varðar öllu að sem stærstur hluti þjóðarinnar taki þátt í baráttunni, en það er augljóst að þegar ekki virðist von um sigur draga æ stærri hópar sig í hlé og sætta sig við uppgjöfina. í öðru lagi er reginmunur á því að berjast varnarbaráttu sem aðeins er vamarbarátta, eða halda uppi þeirri vöm sem vér vitum að getur alltaf snóizt í sókn. Enn munu einhverjir spyrja: Hef- ur nokkra þýðingu fyrir oss íslend- inga að vera að reyna að breyta þeirri rás sem atburðirnir renna í? Fáum vér nokkru ráðið um hana hvort sem er? Ráðum vér nokkru um örlög vor sjálfir? Eru þau ekki að öllu leyti komin undir því sem gerist í umheiminum? Verðum vér ekki að sætta oss við að bíða með hendur í skauti eftir því að vér verðum annað- hvort gleyptir með húð og hári af ris- unum í kringum okkur ellegar að svo skipist veður í lofti að smáþjóðum verði leyft að vera til? Vér skulum játa fyrir sjálfum oss að þessar spurn- ingar hafa um áratugi verið í mið- púnkti íslenzkrar þjóðfrelsisbaráttu, jafnvel þá, þegar farið hefur verið í kringum þær. Þessum spurningum ber að svara á þá leið að engri þjóð verður bjarg- að úr aðsteðjandi hættu ef hún bjargar sér ekki sjálf. Engin þjóð heldur frelsi sínu ef hún verðskuldar það ekki. Og eins og lýðræði verður ekki viðhaldið nema með baráttu, getur þjóðerni smáþjóðar ekki verið lifandi veruleiki nema barizt sé fyrir því. Vér getum ekki sannað að upp- gjöf og vesaldómur sé óhjákvæmilegt með því að beygja oss. Það væri að- eins sönnun þess að vér séum vesa- lingar. Vér getum ekki sannað að þjóðerni vort sé dauðadæmt með því að afsala oss því. Vér getum aðeins sannreynt hvort það er lífvænt eða ekki með því að berjast. Vér verðum sem sé að berjast fyrir málstað vorum sjálfir. Hinsvegar er því ekki að leyna að sigurvonir vorar fara mjög eftir atburðunum sem ger- ast í umheiminum. Málstaður vor er ekki einangraður. En einmitt sú stað- reynd hlýtur að vera oss til uppörvun- ar fremur en latningar. Innri mót- sagnir kapítalismans á alþjóðavett- vangi færa oss möguleika upp í hend- urnar, sem er undir oss sjálfum kom- ið að hagnýta. Andstaðan gegn hinni kapítalistísku viðreisn eflist óðum, jafnvel í Evrópu. Nýafstaðin sigur- sæl orrusta franskra námaverka- manna við kapítalismann í Frakk- landi styrkir málstað vor íslendinga. Hungurganga enskra og skozkra at- vinnuleysingja til þinghallarinnar í Lundúnum sýnir oss einnig að vér er- um ekki einangraðir. Og barátta suð- ur-amerískra þjóða, afrískra og as- ískra er einnig vor barátta. Hvarvetna 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.