Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 35
VERULEIKI OG YFIRSKIN
horfið öðruvísi þegar um tilveru
heillar þjóðar er að ræða en þegar
ein persóna berst sinni einkabaráttu.
Það varðar öllu að sem stærstur hluti
þjóðarinnar taki þátt í baráttunni, en
það er augljóst að þegar ekki virðist
von um sigur draga æ stærri hópar
sig í hlé og sætta sig við uppgjöfina.
í öðru lagi er reginmunur á því að
berjast varnarbaráttu sem aðeins er
vamarbarátta, eða halda uppi þeirri
vöm sem vér vitum að getur alltaf
snóizt í sókn.
Enn munu einhverjir spyrja: Hef-
ur nokkra þýðingu fyrir oss íslend-
inga að vera að reyna að breyta
þeirri rás sem atburðirnir renna í?
Fáum vér nokkru ráðið um hana
hvort sem er? Ráðum vér nokkru um
örlög vor sjálfir? Eru þau ekki að
öllu leyti komin undir því sem gerist
í umheiminum? Verðum vér ekki að
sætta oss við að bíða með hendur í
skauti eftir því að vér verðum annað-
hvort gleyptir með húð og hári af ris-
unum í kringum okkur ellegar að svo
skipist veður í lofti að smáþjóðum
verði leyft að vera til? Vér skulum
játa fyrir sjálfum oss að þessar spurn-
ingar hafa um áratugi verið í mið-
púnkti íslenzkrar þjóðfrelsisbaráttu,
jafnvel þá, þegar farið hefur verið í
kringum þær.
Þessum spurningum ber að svara
á þá leið að engri þjóð verður bjarg-
að úr aðsteðjandi hættu ef hún
bjargar sér ekki sjálf. Engin þjóð
heldur frelsi sínu ef hún verðskuldar
það ekki. Og eins og lýðræði verður
ekki viðhaldið nema með baráttu,
getur þjóðerni smáþjóðar ekki verið
lifandi veruleiki nema barizt sé fyrir
því. Vér getum ekki sannað að upp-
gjöf og vesaldómur sé óhjákvæmilegt
með því að beygja oss. Það væri að-
eins sönnun þess að vér séum vesa-
lingar. Vér getum ekki sannað að
þjóðerni vort sé dauðadæmt með því
að afsala oss því. Vér getum aðeins
sannreynt hvort það er lífvænt eða
ekki með því að berjast.
Vér verðum sem sé að berjast fyrir
málstað vorum sjálfir. Hinsvegar er
því ekki að leyna að sigurvonir vorar
fara mjög eftir atburðunum sem ger-
ast í umheiminum. Málstaður vor er
ekki einangraður. En einmitt sú stað-
reynd hlýtur að vera oss til uppörvun-
ar fremur en latningar. Innri mót-
sagnir kapítalismans á alþjóðavett-
vangi færa oss möguleika upp í hend-
urnar, sem er undir oss sjálfum kom-
ið að hagnýta. Andstaðan gegn hinni
kapítalistísku viðreisn eflist óðum,
jafnvel í Evrópu. Nýafstaðin sigur-
sæl orrusta franskra námaverka-
manna við kapítalismann í Frakk-
landi styrkir málstað vor íslendinga.
Hungurganga enskra og skozkra at-
vinnuleysingja til þinghallarinnar í
Lundúnum sýnir oss einnig að vér er-
um ekki einangraðir. Og barátta suð-
ur-amerískra þjóða, afrískra og as-
ískra er einnig vor barátta. Hvarvetna
25