Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 37
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
Staða og stefna íslenzkrar myndlistar
Framsöguerindi á almennum umrœÖufundi Stúdentafélags Reykjavíkur 23. febr. 1963
Ef við rennum huganum yfir
menningarsöguna, sjáum við aS
myndlistin hefur á hverjum tíma
gegnt samfélagslegu hlutverki. í
hellnamálverkum ísaldar, meSal
frumstæSra þjóSa og í Evrópu miS-
aldanna var hlutverk hennar fyrst og
fremst trúarlegs eSlis; þá lagSi hún
samfélaginu til viss hugmyndatákn,
umbúnaS helgisiSa, og andlega leit-
aSist hún viS aS auSga þá heims-
mynd sem trúarkerfiS ákvarSaSi. —
A endurreisnaröldinni varS myndlist-
in framsóknarafl hinnar nýfrjálsu
auSstéttar borganna, sýndi mönnum
fegurS og gæSi veraldar í nýju ljósi,
opnaSi augu þeirra fyrir því sem áS-
ur var bannaS aS sjá eSa ímyndun-
inni huliS. Ný listræn viShorf kvikna
ávallt af þjóSfélagslegum breytingum
og verSa í senn eitt megin þróunarafl
þeirra. í ný-klassíska stílnum, á tíma
frönsku stjórnbyltingarinnar og lýS-
frelsishræringanna víSsvegar um álf-
una, brá myndlistin upp spegli klass-
ísku fornaldarinnar; sjá, sagSi hún
viS lýSveldishugsjónina ungu, þar
átt þú andlegan arf, mikiS fordæmi
til aS byggja á. ÞaS var einungis hin
íslenzka þjóSernisvakning sem ekki
þurfti aS skírskota til hinna grísk-
rómversku fyrirmynda; hún átti for-
dæmiS í eigin sögu sinni, glæsibrag
þjóSveldistímans: Þá riSu hetjur um
héröS / og skrautbúin skip fyrir
landi / flutu meS fríSasta liS ...
Um miSja 19. öld, þegar iSnbylt-
ingin leiddi meS sér ný stéttaátök,
gerSust listirnar enn vaki nýs skiln-
ings á gildi mannsins og stöSu hans
í samfélaginu: raunsæislistin opnaSi
mönnum alnýja sýn og um leiS nýja
kennd gagnvart umheimi þeirra. Og
ef viS lítum nær okkur sjálfum, sjá-
um viS nú orSiS greinilega hvert gíf-
urlegt nýmyndunarafl íslenzk málara-
list var á fyrstu áratugum þessarar
aldar. Stjórnmálalega voru íslend-
ingar aS eignast land sitt sjálfir, en
inntakiS í sjálfstæSishugsjóninni,
hin andlegu tengsl manna viS landiS,
— þaS lögSu listirnar til. Þegar
bóndinn á Fagurhólsmýri sá í fyrsta
sinn málverk Ásgríms Jónssonar,
varS honum aS orSi: Ég held þetta
sé einskonar föSurlandsást, aS mála
27